Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 53
55
uxu að vísu best við pH 6, en uxu þó ennþá lítið eitt
við pH 4 og að vöxturinn minkaði nokkurnveginn
jafnt með vaxandi sýru. Sömu jurtir smitaðar, sem að-
eins fengu N-næringu sína við aðstoð rótarbaktería,
hættu skyndilega að vaxa við pH 5—4.5 og virðist svo
sem bakteríurnar hafi ekki þolað meiri sýru. (Mynd 5—
7). Christensen (33) telur, samkvæmt tilraunum
E. B. Freds og A. Davenports, lágmarkssýrustig nokk-
urra rótarbaktería þannig: Lúsernubakt. pH 4.9, ertu-
og flækjubakt. pH 4.7, rauðsmárabakt. pH 4.2, soja-
baunabakt. pH 3.3 og lúpínubakteríu pH 3.15.
V i r t a n e n (27) hefur ennfremur sýnt fram á, að
jarðsúrinn hefur ekki aðeins áhrif á uppskerumagn
belgjurtanna, heldur einnig á efnainnihald þeirra.
Tafla XVI. gefur sýnishorn af þessu, hvað smitaðar ert-
ur og rauðsmára áhrærir, við 3 mismunandi sýrustig.
Alveg hliðstæð var niðurstaðan með Alsikusmára og
hvítsmára og eins, þegar þessar belgjurtir voru rækt-
aðar með N-áburði án smitunar.
Eftirtektarverðar og að því er virðist í ósamræmi
við niðurstöðu Virtanens, eru tilraunir G. B j d l f v e s
(34), með ræktun belgjurta í súrri leirjörð frá Jdderön
í Södermanland. Sýna þessar tilraunir, hve flókið og
margþætt þetta viðfangsefni er.
Tilraunirnar voru gerðar í kerum og jarðvegurinn,
sem hefur pH 5, var blandaður að jöfnum hlutum með
kvartssandi. Sum kerin voru kölkuð, önnur ókölkuð, í
sumum var fræið smitað með rótarbakteríum, í öðrum
ósmitað. Tafla XVII. sýnir niðurstöðurnar.
Rótaræxli mynduðust á plöntunum í öllum kerun-
um, en misjafnlega vel þroskuð, einkum virtust þau
myndast seint í ósmituðu kerunum.
Það athyglisverðasta við tilraunina er, að smitun,
með völdum rótarbakteríum, virðast að verulegu leyti