Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 35
37
fer bæði eftir jurtategundum og vaxtarskilyrðum, en
ávalt eru þau auðgreind með berum augum, og geta oft
orðið á stærð við matbaunir eða jafnvel stærri. Stund-
um vaxa þau dreift til og frá um rætur jurtanna, en í
öðrum tilfellum í þéttum klösum skamt neðan við rót-
arhálsinn. (Sjá mynd 14).
Þótt venjulega sé talað um rótarbakteríurnar sem
eina tegund, eru þó ýmsir, sem telja, að um 2—3 greini-
lega aðgreindar tegundir sé að ræða og svo mikið er
víst, að rótarbakteríurnar greinast í fleiri mismunandi
stofna og hefur hver þeirra aðeins þýðingu fyrir
ákveðnar tegundir belgjurta. F. H o n c amp (18) grein-
ir þannig milli 14 mismunandi stofna og skal eg nefna
hér nokkura þeirra, sem mestu máli skifta.
I. stofn myndar rótaræxli á: Ertum (Pisum), flækjum (Vicia)
og villiertum (Lathyrus).
II. stofn myndar rótaræxli á: Smára (Trifolium).
III. stofn myndar rótaræxli á: Lúpínum (Lupinus) og (Ornit-
hopus).
IV. stofn myndar rótaræxli á: Lúsernum (Medicago), (Meli-
lótus o. fl.
V. stofn myndar rótaræxli á: Maríuskó (Lotus), gullkolli
(Anthyllis vulneraria) o. fl.
VI. stofn myndar rótaræxli á: Rauðtoppi (Onobrychis sativa).
Hver þessara stofna greinist ennfremur í fleiri af-
brigði, sem geta verið mjög mismunandi starfhæf við
að binda N, sum jafnvel algerlega þýðingarlaus,
eða fremur til tjóns, þrátt fyrir það, þótt þau myndi
rótaræxli. (G. Bjalfve (23)). Eg skal láta nægja,
þessu til skýringar, að taka hér 1—2 dæmi úr tilraunum
Virtanens og v. H au s e n s (9,24), sem sýna árang-
urinn af smitun á rauðsmára og ertum, með 10 mismun-
andi afbrigðum af rótarbakteríum fyrir smára og jafn-
mörgum afbrigðum af rótarbakteríum fyrir ertur. (Sjá