Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 33
38
W ilf arth (18) hepnast að sanna, með tilraunum
sínum, að belgjurtirnar hagnýti N loftsins til vaxtar og
að þessi eiginleiki þeirra standi í nánu sambandi við
æxlin á rótum jurtanna. Tveim árum síðar hepnast
Beijerinck (18) að einangra stafnmyndaða bakteríu
úr rótaræxlum belgjurta og hefur hún hlotið nafnið
Bacterium radicicola. Skömmu síðar tókst svo A.
Prazmowski (18) að smita belgjurtir með þessari
bakteríu og þar með er grundvöllurinn lagður, að nú-
tímaþekkingu okkar á þessari merkilegu smáveru og'
sambandi hennar við belgjurtirnar.
Um það, hvernig líta beri á sambandið milli belgjurt-
anna og rótarbakteríanna, eru skoðanir nokkuð deildar.
J. B e c k e r-D illin g e n (19) og fleiri höfundar telja,
að rótarbakteríurnar verði að skoða sem sýkla og æxl-
ismyndanirnar sem sjúkdómsfyrirbrigði. Bakteríurnar
ráðast á yngstu hluta rótanna, leysa upp veggi rótar-
háranna og komast um þau inn í rætur belgjurtanna,
þar sem þær síðan byrja að vaxa og æxlast. Jurtirnar
búast til varnar og reyna að einangra starfsemi bakt-
eríanna og afleiðingin af því verða rótaræxlin. Þegar
plönturnar þannig hafa takmarkað starfsvið bakterí-
anna, hefst einskonar samstarf (Symbiose) milli þessara
tveggja aðila. Bakteríurnar fá steinefni og sennilega
kolefnasambönd til sinna þarfa frá belgjurtunum, en
N-næringu sína taka þær frá andrúmsloftinu í svo ríku-
legum mæli, að þær geta miðlað belgjurtunum N-sam-
böndum, sem þær nota til vaxtar. Þeirri skoðun hefur
verið haldið fram, að belgjurtirnar eyddu bakteríun-
um, leystu þær upp og hefðu þannig not af N-sambönd-
um þeirra. Hitt mun þó réttara, sem t. d. V ir t an e n
(20) hefur sýnt fram á, að við lífsstarfsemi bakteríanna
myndist uppleysanleg N-sambönd, svo sem aminosýrur,
sem síast út í jarðveginn, en þetta gerir þá staðreynd
3*