Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 19
21
I. Fræðilegt yfirlit um belgjurtirnar, eðli
þeirra, eiginleika og þýðingu fyrir ræktunina.
1. Ertublómaættin, tegundir og útbreiðsla.
Ertublómaættin (Papilionaceœ) tilheyrir, ásamt Mí-
mosuættinni, belgjurtunum (Leguminales). Jurtir þess-
ar hafa flestar samsett blöð, axlablöð, óregluleg blóm
og einrýmd, oft löng, hýðisaldin, sem nefnist belgur.
Ertublómaættin er mjög tegundamörg og útbreidd og
tilheyra henni ýmsar ágætar nytjajurtir, t. d. margar
fóður- og matjurtir, en það, sem gefur belgjurtunum
sérstakt ræktunargildi er, að á rótum þeirra lifa sér-
stakar bakteríur, sem mynda þar smáæxli. Bakteríur
þessar geta bundið og hagnýtt köfnunarefni andrúms-
loftsins, og þetta gerir belgjurtirnar, að miklu leyti, ó-
háðar köfnunarefni jarðvegsins og köfnunarefnisáburði.
í norðlægari löndum, eru belgjurtirnar lang mest
ræktaðar til fóðurs handa búfénaði í graslendi og græn-
fóðri, en sumar þeirra eru þó líka ræktaðar til mann-
eldis, svo sem t. d. ertur og baunir,1) eða jöfnum hönd-
um til manneldis og fóðurs.
Belgjurtir þær, sem hér verður rætt um, má flokka í
tvent:
1. Fjölœrar graslendisjurtir, sem aðallega eru rækt-
aðar, í blöndu með grastegundum, í meira eða minna
varanlegu graslendi, en þó stundum líka einar sér, svo
sem: Smári (Trifolium), lúsernur (Medicago) og maríu-
skór (Lotus).
2. Ein- eða tvíærar grœnfóðurjurtir, svo sem: Flækj-
ur (Vicia), ertur (Pisum) og lúpínur (Lupinus). Síð-
astnefnda tegundin er þó oft ræktuð aðeins til áburðar.
Innan hvers þessara flokka, má velja á milli fleiri
!) I daglegu.tali eru ertur oft nefndar baunir, en grasafræðilega
séð er það rangt.