Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 143
137
Arnarnesshrepp 10 kýr.
Glæsibæj arhrepp 3 kýr.
Akureyrarkaupstað 1 kýr.
Hrafnagilshrepp 17 kýr.
Saurbæjarhrepp 6 kýr.
Öngulstðahrepp 23 kýr.
Svalbarðsstrandarhr. 3 kýr.
Alls 63 kýr.
Af nautum fékk fyrstu verðlaun: Herrauður á Ytri-
Tjörnum í Öngulstaðahreppi. Önnur verðlaun fengu
þessi naut: I Arnarnesshreppi, Dreyri, í Glæsibæjar-
hreppi, Krummi, á Akureyri', Grettir, í Hrafnagils-
hreppi, Adam og Logi, í Saurbæjarhreppi, Glæsir,
Roði, Kolur og Blakkur, í Öngulstaðahreppi, Víkingur,
Skuggi og Logi og á Svalbarðsströnd, Sómi og Búi.
Ut af öllum þessum verðlaunagripum ætti í framtíð-
inni að geta komið mikið af góðum kúm, en góðar kýr
þurfa góða meðferð.
Mælingar jarðabóta á sambandssvæðinu önnuðumst
við, leiðbeindum við framræslu og fl., eftir því sem
tími vanst til og óskað var eftir.
Ræktun er heldur minni en í fyrra, en af skurðum og
lokræsum ofurlítið meira, einnig meira bygt af þurheys-
hlöðum en minna af votheyshlöðum. Aburðarhús eins
bæði árin.
Um jarðabótamælingarnar mætti sjálfsagt margt
segja, en aðeins skal bent á, að víða mun bætt áburð-
arhirðing orðin mjög aðkallandi. Áburðarkaupin eru
nú orðin hár gjaldaliður á búi bænda. Nýræktin er að
aukast, gömlu túnin og nýræktirnar, sem komnar eru,
þarf að bæta og síðast en ekki síst, garðræktina þarf að
auka, Alt krefur þetta meiri áburð. En að auka mjög