Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 46
48
þrif belgjurtanna. Þannig fann G. B j cilf v e (26) að
N%, í uppskeru af ertum, varð til muna hærra, bæði
við blómstrun og fullþroska, þegar þær voru ræktaðar
í N-snauðum kvartssandi, heldur en ef þær voru rækt-
aðar í N-auðugri akurjörð. Af tveimur ertutegundum,
sem reyndar voru, gaf önnur auk þess til muna hærri
uppskeru í sandinum en í akurjörðinni. V ir t an e n
(9, 27) heíur ennfremur sýnt fram á, að rauðsmári vex
til muna betur af bakteríu N, heldur en af N-áburði,
ertur og Alsikusmári álíka í báðum tilfellum, en hvít-
smári betur ef hann fær N-áburð. (Sjá mynd 5—8).
Annars benda margar rannsóknir til þess, að belg-
jurtirnar hagnýti ekki bakteríu N, fyr en auðleyst N-
næring jarðvegsins er þrotin. Ennfremur virðist mikið
N, í jarðveginum, beinlínis lama starfsemi rótarbakter-
íanna og myndun rótaræxla. Að lokum má svo benda á
það, að við samræktun belgjurta og annars gróðurs,
getur mikið N í jarðveginum valdið of örum vexti
þeirra jurta, sem ræktaðar eru með belgjurtunum, svo
það dragi úr eðlilegum vexti þeirra.
Dreifðar tilraunir, í Svíþjóð, með saltpétur á rauð-
smárasléttum, gerðar 1926—’28 á vegum Centralanstalt-
ens Jordbruksavdeling og beititilraunir á hvítsmára-
sléttum, gerðar 1930—’33 á Jótlandi, sýna mjög lítinn
árangur af saltpétri.
Tafla XIII. sýnir aðalniðurstöður þessara tilrauna,
samkvæmt upplýsingum B arth el s og B j dlf v e
(25) og Frandsens (14).
Þessar niðurstöður sýna, að saltpéturinn hefur gefið
mjög lélegan árangur á rauðsmárasléttunum, jafnvel
verið, í langflestum tilfellum, til tjóns á 1. árs sléttun-
um, en gefur nokkuru betri raun á 2. árs sléttunum,
sem sennilega stendur í sambandi við minni smára.
Árangurinn af stækjuáburðinum á hvítsmáraslétt-