Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 114
108
mjög æskilegt að hafa líka efnafræðilegan samanburð
á fyrrisláttartöðu, frá smárasléttu og smáralausu túni.
Sennilega er munurinn þá minni, en á seinni Slættinum,
en vafalaust er hann nokkur og gengur í sömu átt.
Ótalinn er ennþá sá vaxtarauki, af belgjurtunum,
sem leiðir af þeim N-forða, sem þær skilja eftir í jarð-
veginum. Hann hefur ekki ennþá verið mældur í inn-
lendum tilraunum, en fjöldi erlendra tilrauna sýna, að
hann getur haft mikla þýðingu. (Samanber töflu V—
VIII). í varanlegri grasrækt koma þessi áhrif fram í
vaxandi uppskeru, eða vaxtarauka, af belgjurtunum
(sjá töflu XXIV—XXVI). Séu belgjurtirnar ræktaðar til
fræþroska, gætir þessara áhrifa sennilega ekki mikið,
en alt öðru máli gegnir, þegar þær eru slegnar á miðju
vaxtarskeiði. B j á l f v e (23 og 26) fann við kerrækt-
un á ertum og flækjum, 2 sinnum meira N í flækjurót-
unum og 4 sinnum meira N í ertúrótunum, skömmu
eftir blómstrun jurtanna, heldur en við fullþroska.
Við höfum nú kynst aðalárangrinum af tilraunum
Ræktunarfélagsins, með ræktun belgjurta, á undanförn-
um árum. Auk þeirra belgjurtategunda, sem .hér hefur
verið rætt um, hafa verið gerðar tilraunir með nokk-
urar fleiri, svo sem lúsernur, lúpínur o. fl., en árangur-
inn, af þeim tilraunum, hefur orðið lítill enn sem komið
er, en þar með er ekki sagt, að hagkvæmur árangur
geti ekki náðst síðar meir. Eitt er sameiginlegt með
allar þær belgjurtir, sem reyndar hafa verið, að smár-
anum undanskildum, að þær þrífast ekki til gagns, án
smitunar með viðeigandi rótarbakteríum og vafalaust
gildir hið sama um smárann mjög víða á landi hér.
Klemenz Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum,
hefur góðfúslega látið mér í té skýrslur yfir nokkurar
belgjurtatilraunir, sem hann hefur gert. Aðalniðurstöð-