Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 121
115
að vera vel unninn fyrir smárafræið, eins og reyndar
fyrri sáning á öllu smáu fræi.
Áríðandi er að jafna flögin vel áður en smárafræi er
sáð í þau, færa uppmokstur frá skurðum vel út í flög-
in og fylla allar lægðir, þar sem vatn getur staðið uppi.
Á mýrajarðvegi væri vafalaust til mikilla bóta að
keyra 3—4 cm. lag af leir eða sandi yfir flögin, áður
en smáranum er sáð. Mundi af því leiða jafnari spír-
un og minni kalhættu, en það er mikið verk, nema leir-
inn eða sandurinn sé mjög nærtækur.
Venjulega er talið nauðsynlegt að bera á kalí og fos-
fórsýruáburð fyrir belgjurtir og jafnvel ennfremur
nokkuð af N.-áburði, einkum á fyrsta stigi ræktunar-
innar. Þetta fer þó alveg eftir jarðvegi og ávalt skyldi
nota N-áburð með varúð fyrir belgjurtir, því mikið
auðleyst N, í jarðveginum, dregur úr starfsemi rótar-
bakteríanna og raskar, í blendingsrækt, því jafnvægi,
sem ávalt skapast milli belgjurtanna og þeirra jurta,
sem með þeim eru ræktaðar, þegar þær síðartöldu eru
aðallega háðar belgjurtunum, hvað N-næringu áhrærir.
Oft getur þó verið nauðsynlegt, t. d. á smárasléttum, að
örfa sprettu grastegundanna, með N-áburði, til þess að
smárinn verði ekki of einráður.
Sennilega er íslenskur jarðvegur oft auðugur af
steinefnanæringu, sem er þó, hvað fosfórsýruna áhrær-
ir, fremur torleyst. Nú eiga ýmsar belgjurtir mjög auð-
velt með að hagnýta torleysta steinefnanæringu, t. d.
rauðsmári, ertur o. fl. og má því vafalaust reikna með,
að belgjurtirnar geti oft hagnýtt þau steinefnasambönd
jarðvegsins, sem koma öðrum jurtum að litlum eða
engum notum.
Sé áburðarþörfin ekki þekt, sem sjaldnast mun vera,
vil eg gera ráð fyrir eftirfarandi áburðarmagni á ha
fyrir belgjurtaræktun.
8=»