Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 96
90
var árið 1934 gerður samanburður á smituðum og
ósmituðm hvítsmára, rauðsmára og Alsikusmára, sem
var sáð með venjulegri grasfræblöndu. Sáðmagnið af
smáranum nam 50% af fræblöndunni. Bakteríurnar
voru fengnar frá „Centralanstalten för jordbruksför-
sök“ í Svíþjóð. (Tafla XXIX.). Það er ekki hægt að
segja, að tilraun þessi sýni ótvíræðan árangur af smit-
uninni á fræinu, en þó er erfitt að útskýra vaxtarauk-
ann, sem kemur fram í tilrauninni, einkum á smitaða
hvítsmáraliðnum, á annan hátt. Af uppskeru 1. árs er
aldrei hægt að draga verulegar ályktanir, en alt bendir
þó til þess, að árangur hafi orðið af smituninni, 2. og 3.
árið er árangurinn lítill eða enginn, en þess ber að
gæta, að 2. árið verður grasvöxturinn mjög mikill á
tilrauninni, en það dregur mjög úr smáranum. Astæð-
an til þessa er vafalaust sú, að áður en tilraunin hefst
er plægður mikill búfjáráburður niður í landið og auk
þess er árlega borið á talsvert af N-áburði, eða um 300
kg af Nitrophoska á ha, 4 og 5 árið fer smárans aftur
að gæta meira og þá kemur fram greinilegur vinning-
ur af smituninni.
Rauðsmárinn og Alsikusmárinn spruttu aldrei mik-
ið í tilrauninni. Af rauðsmáranum hefur þó öll árin
verið nokkur slæðingur, en Alsikusmárinn var alveg
horfinn eftir 2 fyrstu árin. Að árangurinn af smituninni
verður neikvæður á Alsikusmáranum, getur á engan
hátt staðið í sambandi við smitunina, en hlýtur að or-
sakast af einhverri skekkju í tilrauninni, en hinsvegar
var þar ekki að vænta jákvæðs árangurs, vegna þess,
hve fljótt Alsikusmárinn dó út. Til þess að fá úr því
skorið, hvort vænta megi árangurs af smitun, þegar
vitað er, að rótaræxli geta myndast án hennar, þarf að
endurtaka þessa tilraun. Hinsvegar sýna allar tilraunir
með belgjurtir, að smitun er nauðsynleg, ef viðkomandi