Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 99
93
TAFLA XXX.
Útbreiðsla rauðsmára á 2. ári í samanburðartilraun með
rauðsmáraafbrigði.
(Kleeverbreitung im 2. Jahre bei einem Vergleichsversuch mit
Rotkleestammen).
Tegund (Stamm) Athugasemdir um útbreiðsluna (Bemerkungen úber die Verbreitung). Einkunn 0—10 (Zeugnis)
Molstad. Talsverður og jafn slæðingur (Betrachtlich; gleiche Verteilung). 6
Göta. Talsverður slæðingur, dálítið misjafn (Betráchtlich; ungleiche Verteilung) 5
Ötofte. Nokkur slæðingur en misjafn (Mássig, ungleich). 3
Hersnap. Nokkur slæðingur (Mássig). 3
Tystofte. Örlítill slæðingur eða nær enginn (Verschwindend) 1
(1938) og sem, þar af leiðandi, hefur ekki ennþá getað
borið fullan árangur, en sem þó þegar gefur ástæðu til
að vona, að árangurinn verði mjög góður.
Það er augljóst mál, að um leið og það er sannað, að
hægt sé að rækta, til mikilla hagsbóta, varanlegar belg-
jurtir í grassléttunum, með því að sá þeim þar um leið
og þessar sléttur eru ræktaðar, hlýtur sú spurning að
vakna, hvernig þessari þýðingarmiklu endurbót á rækt-
uninni verði við komið á þeim túnum, fornum og nýj-
um, sem þegar geta talist fullræktuð. Spurningin verð-
ur: Er hægt að bæta hæfilega miklu af belgjurtum, t.
d. hvítsmára, í .gróðurteppi þessara túna, án þess að
endurrækta þau, svo þau breytist í smárasléttur?
Til þess að fá þessari spurningu svarað, var síðastlið-
ið vor byrjað d tilraun með að sá hvítsmárafrœi í gróið