Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 125
119
getur reynst erfitt, einkum ef landið er forræktað í
fleiri ár. Sé arfi kominn í landið, er heppilegast að
plægja það ekki að haustinu, heldur herfa það ræki-
lega, þegar uppskeru er lokið. Arfafræið, á yfirborðinu,.
fær þá strax skilyrði til að spíra, en þær arfaplöntur
eyðileggjast við vinslu landsins næsta vor. Eigi að bera
mykju í flagið, áður en grasfræinu er sáð í það, má
gera það næsta vor og plægja hana niður, strax og
hægt er vegna frosts. Ágætt er að bíða með sáninguna
2—3 vikur, eftir að flagið hefur verið plægt og nota
þann tíma til að herfa yfirborð flagsins, einu sinni til
tvisvar, með illgresisherfi, helst í sólskini, því á þann
hátt má eyðileggja urmul af arfaspírum, sem myndast
í yfirborði jarðvegsins.
Eftir að grasfræi með smára hefur verið sáð í flagið,
er aðeins hœgt að halda arfanum í skefjum með því að
slá og þar sem smáranýgræðingurinn er mjög við-
kvæmur fyrir arfa, þarf að gæta þess vel að slá svo oft,
að arfinn nái aldrei yfirtökum. En til þess að hindra
það, getur, í versta tilfelli, verið nauðsynlegt að slá fræ-
slétturnar 3—4 sinnum fyrsta sumarið. Ekki er heppi-
legt að slá nýjar fræsléttur mjög nærri rótinni. Á 2.
ári er lítil hætta á arfa, ef sléttan hefur verið vel hirt
fyrsta árið.
Eigi að sá grænfóðri í flög, sem arfi er í, verður und-
irbúningur, undir sáningu, sá sami og hér hefur verið
lýst, en þar sem arfanum verður ekki haldið niðri, eftir
sáningu, með endurteknum slætti, ríður á að tefja, með
haust- og vorvinslunni, nægilega mikið fyrir arfanum
og sá það seint, að grænfóðrið geti sprottið nægilega
hratt til að halda arfanum í skefjum.
Fyrri slátt, á smárasléttum, þarf um fram alt að slá
snemma, venjulega um það bil, sem fljótvöxnustu gras-
tegundirnar mynda öx og jafnvel fyr, sé grasið mjög