Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 157
152
a. Fornmenjamál. Framsögumaður Pétur Sighvats,
lagði fram vegna nefndarinnar, svohljóðandi tillögu:
„Aðalfundur Búnaðarsambands Skagfirðinga, beinir
þeirri áskorun til Sögufélags Skagfirðinga, að það taki
að sér forustu í þessu máli í samráði við fornmenjavörð
ríkisins, og skorar jafnframt á fulltrúa sína að vinna
fyrir málið“. Samþykt í einu hljóði.
Þá kom svohljóðandi tillaga frá Kristjáni Karlssyni:
„Aðalfundur Búnaðarsamb. Skagf. beinir þeirri
áskorun til þingmanna kjördæmisins, að þeir beiti sér
fyrir því á Alþingi, að tekin verði upp í fjárlög 1939
byrjunarveiting á fé, til að koma upp landbúnaðarsafni
á Hólum í Hjaltadal“. Samþykt í einu hljóði.
b. Fræðslumálastarfsemi: Framsögum. Jón Jónsson
lagði fram svohljóðandi tillögu er var samþykt:
„Fundurinn ályktar, að beina þeirri ósk til stjórnar
sambandsins, að hún taki til athugunar, þegar hún
Semur næstu fjárhagsáætlun, hvort ekki beri eftirleiðis
að leggja meiri áherslu á að styrkja ýmiskonar fræðslu-
starfsemi á sambandssvæðinu með námsskeiðum, er
haldin yrðu á hentugum stöðum í héraðinu11.
c. Kornræktartilraunir: Framsögum. Gísli Magnús-
son lagði fram þessa tillögu:
„Fundurinn er því fylgjandi, að sambandið styrkí
kornræktartilraunir á þessu ári, á sama hátt og næst-
liðið ár, en leggur ríka áherslu á, að stjórnir búnaðar-
félaganna hafi nákvæmt eftirlit með tilraunum þessum
og skýrslum þar að lútandi".
Þar eð fjárhagsnefnd hafði þetta mál einnig til með-
ferðar, var afgreiðslu tillögunnar frestað.
d. Fiskiræktarmál: Framsögumaður Jóhannes Krist-
jánsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn samþykkir, að fela stjórn sambandsins
að hlutast til um, að fiskiræktar-ráðunautur Búnaðar-