Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 58
60
miðju vaxtarskeiði, í blómi eða fyr og notaðar ýmist i
fersku ástandi, eða verkaðar sem heyfóður.
Stundum eru belgjurtir ræktaðar einar sér í þessu
augnamiði, en hitt er þó algengara að rækta þær i
blöndu með öðrum jurtum, grastegundum eða kornteg-
undum, því reynslan hefur sýnt, að á þann hátt fæst
venjulega mest fóðuruppskera og hagkvæmust not af
N-söfnun belgjurtanna. Skiftir þá miklu máli að finna
hagkvæm hlutföll milli tegundanna (samanb. tilraunir
Virtanens bls. 23—27). Val belgjurta fer eftir því, hverr-
ar tegundar ræktunin er. Við ræktun bithaga og varan-
legs túns, þarf að velja belgjurtir, sem endast vel og
þola vel beit eða slátt, svo sem hvísmára, maríuskó og
lúsernur. Við ræktun graslendis í sáðskifti, sem aðeins
á að endast 2—4 ár, eru mest notaðar skammærar belg-
jurtir, sem geta gefið góða uppskeru fyrstu árin, eftir
að þeim er sáð, en ganga fljótt úr sér og eru rauðsmári
og Alsikusmári mest notaðir í þeim tilfellum.
Við ræktun grænfóðurs eru hinsvegar aðallega not-
aðar fljótvaxnar, einærar belgjurtir, svo sem flækjur,
ertur, hestabaunir og lúpínur.
Að lokum vil eg svo ræða nokkuð um ræktun belg-
jurta til áburðar, sem er allmikið notuð víða erlendis,
en með öllu óþekt hér. Að vísu má segja, að öll rækt-
un belgjurta miði meðfram að því, að auðga jarðveg-
inn af verðmætum efnum, en venjulega er þó aðaltil-
gangurinn að framleiða uppskeru, sem notuð verði til
fóðurs eða fæðu, en við áburðarræktun er aðalmark-
miðið að auðga jarðveginn af verðmætri jurtanæririgu,
lífrænum efnasamböndum og bæta eðlisásigkomulag
hans.
Ræktun belgjurta til áburðar getur verið með tvennu
móti: 1) Belgjurtirnar ræktaðar einar og aðeins í þeim
tilgangi að plægja þær niður við lok vaxtratímabilsins.