Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 116
110
Af fjölærum belgjurtum — graslendisbelgjurtum —,
sem reyndar hafa verið, hefur hvítsmárinn reynst best.
Hann hefur líka langmesta þýðingu í varanlegu gras-
lendi, vegna þess, hve þolinn hann er. Aðallega hefur
„Morsö“-hvítsmári verið notaður.
Tilraunirnar með hvítsmára hafa ennfremur sýnt:
1. Öruggast er að nota allmikið sáðmagn af smára í
fræslétturnar, alt upp í 50% af heildarsáðmagninu
(Tafla XXV.). Hægt er að komast af með miklu minna
sáðmagn af smáranum (12.5%), ef útbreiðsluskilyrði
hans eru góð, en uppskeran verður þó, undir öllum
kringumstœðum, nokkuru minni fyrstu árin.
2. Heppilegasta sáðmagn af smárablöndu virðist vera,
á vel unnu landi við góð vaxtarskilyrði, 30 kg á ha.
(Tafla XXVIII.). Munurinn á þessu sáðmagni og 20 kg
og 40 kg sáðmagni á ha, er þó litill og hverfur senni-
lega fljótt.
3. Mikil frjósemi í jarðveginum og mikill N-áburður
dregur mjög fljótt úr útbreiðslu og þroska smárans,
(Tafla XXI. og XXII.) og er als ekki hagkvœmur á
smárasléttum. Sama gildir, sé 1. sláttur seint sleginn.
Annars virðast tveir slættir, slegnir á hentugum tímum,
nœgja til að halda smáranum við.
4. Hvítsmárinn getur að verulegu leiti séð fyrir N-
þörf þess graslendis, sem hann vex í. Vaxtaraukinn
hefur verið, í þessum tilraunum, að meðaltali í 4—6 ár,
um 16—20 heyhestar á ha á ári. 1. ár er vaxtaraukinn
venjulega lítill eða enginn, 2. og 3. ár er hann aðallega
í 2. slœtti, en úr því nokkurnveginn jafn í báðum slátt-
um. Hámarki nær vaxtaraukinn venjulega á 4—5 ári.
(Tafla XXIV.—XXVI.).
5. Yfirleitt mun öruggast að sá smáranum á vorin.
Haustsáning getur lánast, en aðeins, að svo seint sé sáð,