Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 112
106
4. Efnainnihald og fóðurgildi.
(Chemische Zusammensetzung und Futterwert).
Þótt niðurstöður þær, sem þegar hefur verið skýrt
frá, af tilraunum með graslendis- og grænfóðurbelg-
jurtir, sýni mjög glæsilegan árangur, þá segja þær þó
ekki allt. Uppskeran, talin í kg, er að vísu mikilsvert
atriði, en það eru þó fyrst og fremst efnasambönd henn-
ar og fóðurgildi, sem gefa henni verðmæti. Af fjár-
hagslegum ástæðum hefur ekki verið hægt að rann-
saka þessa hlið málsins eins og skyldi, en til þess þó
að fá nokkura hugmynd um þetta, voru, á s. 1. hausti,
send 5 heysýnishorn til efnagreininga, en þau voru þessi:
1. Hafrahey af lið 1. á ertu- og flækjutilr. (Tafla XXXVI).
(Haferheu vom Objekt / im Erbsen-Wickenversuch (Tab. XXXVI))
2. Ertuhafrahey af lið 3 á ertutilraun. (Tafla XXXVI).
(Erbsen-Hafcrheu vom Objekt 3 im Erbsenversuch (Tab. XXXVI))
3. Flækjuhafrahey af lið 3 á flækjutilr. (Tafla XXXVI).
(Wicken-Haferheu vom Objekt 3 im Wickenversuch (Tab. XXXVI))
4. Háartaða af grasfræsléttu.
(Wiesenheu ohne Klee 2. Ernte).
5. Háartaða af smárasléttu.
(Wiesenheu mit Klee 2. Ernte).
Tafla XXXVII sýnir árangur þessara rannsókna, og
hve mikil uppskera og fóðurmagn hefur fengist af ha.
af tilraunaliðum þeim, sem sýnishornin eru tekin af,
þegar uppskeran er umreiknuð, samræmisins vegna, í
hey með 15% vatn. Við útreikning fóðurgildisins eru
notaðar meltanlegleikatölur þær, sem H alldór V il-
hjálmsson (3) notar við útreikning á fóðurgildi með-
altöðu og munu þær síst of háar. Taflan sýnir greinilega,
að uppskeran ein gefur ekki rétta hugmynd um vaxtar-
aukann af belgjurtunum. í uppskerunni, af belgjurta-