Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 80
74
auðugar, þurfa helst langan vaxtartíma. Blómin gul,
smáblöðin lensulaga.
B. Bláar lúpínur (L. angustifolius), (sjá litmynd),
hafa blá blóm, smáblöðin löng og mjó. Vaxa við lík
skilyrði og gular lúpínur, en þola ver súran og kalk-
snauðan jarðveg, þurfa skemri vaxtartíma, en verða
ekki eins auðugar af N-samböndum.
Báðar þessar tegundir eru einærar og taldar sæmi-
lega harðgerðar. A. B e ck er (46) telur, að bláar
lúpínur þoli -^7° — -^9° Celcius, en gular lúpínur
--6°-----:-8° C.
C. Fjölærar lúpínur (L. perennis, L. polyphyllus) eru
ef til vill þær lúpínur, sem eru líklegastar til ræktunar
hér. Að vísu höfum við litla reynslu, að byggja á, í þess-
um efnum, en þess má þó geta, að L. polyphyllus hefur
verið ræktuð hér lengi í görðum, sem skrautplanta, og
vex prýðilega, (sjá mynd 9), getur orðið yfir 1.5 m á
hæð og virðist harðgerð. L. perennis er þó talin harð-
gerðari, en svo sem áður er getið, hafa verið fram-
leiddar sætlúpínur af þessum tegundum í Þýskalandi,
en fræ af þeim hefur ekki enn verið fáanlegt.
II. Aðalárangur af 9 ára tilraunum með ræktun
belgjurta og þær hagnýtu niðurstöður,
sem af honum má draga.
(Die Ergebnisse neunjáhriger Versuche mit
Leguminosen).
1. Eldri reynsla og tildrögin að tilraununum.
(Áltere Erfahrungen und der Anlasszu denVersuchen).
Strax eftir að gróðrarstöðvarnar tóku til starfa, um
og eftir síðastl. aldamót, var byrjað að reyna ræktun
ýmsra belgjurta. Skýrslur, um árangur þessara athug-