Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 130
124
Eg skal taka dæmi, sem skýra þetta betur. Við getum
tekið dæmi úr tilraunum Ræktunarfélagsins. Tafla
XXVI. sýnir samanburð á smárasléttu og smáralausri
fræsléttu í 6 ár. Sú fyrnefnda hefur gefið 6803 kg, sú
síðartalda 4780 kg af heyi, miðað við ha, að meðaltali
á ári. Vaxtarauki fyrir smára er því 2023 kg af heyi
árlega, en það svarar til þess' vaxtarauka, sem 3 sekkir
af kalksaltpétri mundu gefa. Auk þessa sýnir efna-
greining, að smárataðan er til muna auðugri af N-sam-
böndum, heldur en smáralausa taðan og mun láta
nærri, að þetta nemi, fyrir áðurgreinda uppskeru af
smáratöðu, um 50—60 kg af hreinu N á ha árlega, en
verulegur hluti þess kemur aftur ræktuninni að not-
um í áburði þess búfénaðar, sem fóðraður er á töðunni.
Það mun því láta nærri, að hver ha, af vel hepnaðri
smárasléttu, hœti N-jafnvægi rœktunarinnar álíka og
4■—5 sekkir af saltpétri.
Mjög lík verður útkoman, séu grænfóðurtilraunirnar,
á töflu XXXVI. og XXXVII., lagðar til grundvallar
fyrir útreikningnum og tillit tekið til uppskeruaukans
af belgjurtunum, köfnunarefnisins í uppskerunni og
þess N-forða, sem belgjurtirnar skilji eftir í jarðvegin-
um og kemur eftirfylgjandi gróðri að notum. Niður-
staðan verður því þessi: Hver vel ræktaður ha með
belgjurtum, hætir N-jafnvœgi rœktunarinnar um, sem
svarar, 4—5 sekkjum af saltpétri árlega.
Það væri ekki fyllilega rétt að halda því fram, að
þetta fáist fyrir ekki neitt. Ef til vill þurfa belgjurtirn-
ar eitthvað meira að steinefnanæringu, í áburði, heldur
en grös og hafrar, en það er þó vafasamt. Hinsvegar
verður útsæðiskostnaðurinn tvímælalaust hærri, vegna
belgjurtanna, og mun sá kostnaður nema, fyrir 40%
smára í fræblöndu, 12—15 kr. á ha og er því algerlega
hverfandi, þegar þess er gætt, hve áhrif smárans eru