Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 68
66
þótt talið sé (mynd 7—8), að smárinn sé þakklátur fyrir
slíkan áburð, þá getur mikið af honum valdið því, að
grasið verði smáranum yfirsterkara og ýms dæmi sýna
mjög góðan árangur af hvítsmára, með litlum eða eng-
um N-áburði (sjá töflu VI. og XIII.). Hvítsmárinn get-
ur safnað miklu N og sjást þess venjulega ljós merki á
þeim gróðri, sem hann vex með, eða fylgir í kjölfar
hans (sjá töflu V.—VIII.). Ennfremur er hann prýði-
leg fóðurjurt, getur vaxið sæmilega í flestum jarðvegi
og er ekki mjög viðkvæmur fyrir jarðsúr.
Hvítsmári getur vaxið hér prýðilega í ræktaðri jörð,
svo sem síðar mun sýnt verða. Um marga mismunandi
stofna getur verið að velja. Ágætir stofnar eru Morsö-
og Strynöhvítsmári og sennilega líka Enskur viltur
hvítsmári, sem er talinn mjög harðgerður og varanleg-
ur, en nokkuð seinvaxinn.
B. Rauðsmári (T. pratense) (sjá litmynd), er lítið
varanlegur, endist sjaldan meir en 3 ár í sáðsléttum
svo nokkuru nemi. Hann er miklu stórvaxnari en hvít-
smárinn, er ekki skriðull, en hefur marga upprétta
stöngla. Ræturnar eru sterkar og geta orðið alt að 1 m.
að lengd. Smáblöðin egglaga eða sporbauglaga, oft með
ljósum bletti. Blómhöfuðin hnöttótt. Blómin rauð og
plantan öll meir eða minna hærð.
Vegna þess, hve rauðsmárinn endist illa, er hann
heppilegastur í sáðskifta-grassléttum, sem aðeins eru
ræktaðar til fárra ára. Hann getur gefið mikla upp-
skeru, bæði einn sér og í sáðblöndum. Mest er hann
ræktaður með vallarfoxgrasi og hávingli, en stundum
líka í korni sem áburðarjurt. Hann getur safnað miklu
N og er því ágætur í forrækt. Bakteríu-N er honum
hentugast til vaxtar, eða N í lífrænum samböndum
(mynd 5—6). Aftur á móti virðist N-áburður, í tilbúnum