Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 50
52
að flestar jurtir vaxa best, að öðru jöfnu, við ákveðið
sýrustig í jarðveginum og ákveðið lágmark, eða há-
mark sýrustigsins, getur sett alger takmörk fyrir þroska
þeirra. Sýrustigið er venjulega auðkent með merkinu
pH bg tölunum 1—14, pH 7 merkir þá áhrifalaust,
hvorki súrt eða basiskt. Lægri tölur merkja súrt og
verður súrinn þeim mun meiri, sem talan verður lægri.
Hærri tölurnar merkja basiskt og því meir, sem hærri
tala er notuð. Frekari útskýring á sýrustiganum, eða
þeim aðferðum, sem notaðar eru við að mæla hann,
eru ekki ekki nauðsynleg hér.
Flestar belgjurtir gera kröfur til lítið súrs jarvegs,
þó eru undantekningar til, svo sem gular lúpínur og
sumar belgjurtir geta vaxið vel við allbreytilegt sýru-
stig. Tegund jarðvegs, ásigkomulag hans o. fl. hefur
líka áhrif í þessu sambandi.
Arrhenius, Ósvald, Ohlsen o. fl., hafa með tilraunum
reynt að finna, hvaða sýrustig væri heppilegast fyrir
ýmsar ræktunarjurtir og ennfremur hafa Arrhenius,
Hiltner og Trénel, reynt að ná sama marki með rann-
sóknum á jarðvegi og samanburði á uppskeru. A asulv
Löddesöl (31) hefur dregið saman árangur þessara
rannsókna og eru niðurstöður hans birtar á töflu XIV.
Við sjáum þar, að samræmið milli tilrauiianna og hinna
praktisku rannsókna er allgott, að belgjurtirnar vaxa
yfírleitt best í lítið súrri jörð, að lúpínunum undan-
skyldum, en gera þó síst meiri kröfur í þessum efnum,
en bygg, hveiti, gulrófur og háliðagras. Hafrar, rúgur,
vallarfoxgras og kartöflur vaxa hinsvegar best í nokk-
uð súrum jarðvegi.
Tölur, eins og þessar, má aldrei taka of bókstaflega.
Jurtirnar geta náð sæmilegum þroska, þótt allmikið
víki frá þeim. Samkvæmt niðurstöðum margra til-
raunamanna, virðist svo sem sumar nytjajurtir nái há-