Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1938, Blaðsíða 69
67
áburði, hafa vafasama þýðingu fyrir rauðsmára (sjá
ennfremur töflu VII., VIII. og XIII.).
Af rauðsmára eru til fjöldi afbrigða og má flokka
þau í tvo aðalflokka: 1) Snemmvaxinn smára, sem vex
fljótt en endist illa og er sennilega viðkvæmur fyrir
misjafnri veðráttu og kemur því tæplega til greina hér
og 2) Seinvaxinn smára, sem vex hægt í byrjun en end-
ist vel og er harðgerðari. Sem líkleg afbrigði, til rækt-
unar hér, má nefna tvær norskar tegundir, Molstad- og
Totenrauðsmára og eina sænska tegund, Seinvaxinn
Gautasmára.
Innlend reynsla með ræktun rauðsmára er lítil og
misjöfn, en þó er sennilegt, að hann geti vaxið hér
sæmilega sé rétt að farið, en þar er vafalaust margs að
gæta, sem við ennþá höfum ekki náð tökum á. Rauð-
smárinn vex best í djúpum valllendisjarðvegi, dálítið
leirblöndnum, kalkríkum og lítið súrum (pH 6—7), en
lakar í mýrajörð og þolir illa votan jarðveg. Hvenær
og hvernig hann er sleginn, virðist hafa mikil áhrif á
endingu hans og uppskeru. í töflu XX. eru sýndar,
samkvæmt heimildum Hugo W inkle r s (41) og
Lars S. Agerbergs (42), niðurstöður frá tilraun-
um, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð, á Offers forsöks-
gaard og tilraunastöðinni Sunderby í Norðurbotnum,
með mismunandi slátt og sláttutíma á rauðsmára-
sléttum.
Taflan sýnir, að ágúst- og septemberslátturinn hef-
ur óheppileg áhrif á sprettu smárans næsta ár, en þessa
gætir minna, ef loðslegið er. Tilraunin frá Sunderby
sýnir, að það dregur bæði úr uppskerunni og hlutdeild
smárans í henni, ef slétturnar eru tvíslegnar 1. árið.
Rauðsmárinn er ágæt fóðurjurt, en vandþurkaður
nema á hesjum.
C. Alsikusmárinn (T. hybridum) (sjá litmynd), er að
5*