Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 51
53 skerða sveppina á nokkurn hátt. Þetta er sérstaklega áríð- andi ef sveppum er safnað til matar. Forðast ber að taka gamla sveppi, sem orðnir eru linir og læpulegir, enda eru þeir oftast fullið af möðkum, og geta auk þess verið eitraðir, sömuleiðis skal forðast sveppi sem skertir hafa verið á ein- hvern hátt. Smávegis snigilbit skaðar þó ekki. Óhætt er að taka allt sem finnst af sveppum, ef eintökin eru á annáð borð ætileg, því það sem við söfnum, er aðeins aldinið, og engin hætta á útrýmingu af þeim sökum, jafnvel þótt sjald- gæfar tegundir eigi í hlut. Bezt er að safna sveppum í körfu eða kassa, þar sem loft getur að staðaldri leikið um þá, og þeir verða ekki fyrir miklu hnjaski. Nafngreining sveppa er í flestum tilfellum mjög vanda- söm, enda þótt stöku tegundir séu hverju barni auðþekktar. Halda skyldi þó fast við þá reglu, að borða aldrei sveppi, sem ekki er vitað með vissu hvað heita. Er það mikilvægt vegna þess, að nokkrar tegundir sveppa eru kunnar að eit- urverkunum, og bezt að hafa vaðið fyrir neðan sig í því efni. Almenningi er því ráðlegast að kynna sér aðeins fáeinar teg- undir, ætilegra sveppa, og læra að þekkja þær, svo öruggt sé, en láta hinar í friði. Þetta þýðir auðvitað, að margur góður matsveppurinn verður útundan, bara af þeim sökum, að erfitt er að þekkja hann. Geymsla sveppa er nokkrum örðugleikum bundin, og því að jafnaði auðveldast að neyta þeirra nýrra. Ekki skyldi geyma þá meira en fáeinar stundir, án þess að gera ráðstaf- anir til varðveizlu þeirra. Á köldum stað má þó geyma þá einn sólarhring að ósekju. Allar venjulegar aðferðir má nota við varðveizlu svepp- anna, svo sem söltun, súrsun, niðursuðu og frystingu. Bezta aðferðin er kannske þunkun sveppanna, og er auðveld- ast að þurrka sveppi á miðstöðvarofni eða við rafmagnshita. Þurrkaðir sveppir, sem geymdir eru á þurrum stað, geta geymzt afar lengi, og breytast lítið við geymsluna. Ekki eru þó allar tegundir jafnvel fallnar til þurrkunar. Með hinar aðferðirnar ber að hafa það í huga, að alltaf er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.