Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 114
116
um með þekktu magni af súlfati. Af samanburðarlínuritinu er síðan
brennisteinsmagnið i sýninu lesið.
b) Aðferðir til þess að ná brennisteini úr jarðveginum.
1. Moldin hrist með vatni, 5 gr í 100 ml. Á þann hátt ætti að fást
það kalsíumsúlfat (gips), sem í moldinni væri.
2. Moldin hrist með 0,01 M NaOH, 5 g jörð í 100 ml. Þar með átti
að sjá hvort nokkuð fengist af umskiftanlegu súlfati. Við ákvörðun á
brennisteini í þessum upplausnum olli það erfiðleikum að þær urðu
sterkgular á litinn af uppleystum húmus. Brennisteinninn var ákvarð-
aður eftir aðferð I, sem fyrr er frá greint.
3. Moldin hrist með 1 M ammoníumacetati, 5 g í 100 ml. Einnig
með þessari ákvörðun átti að sjá hvort ekki fengist eitthvað af umskift-
anlegum brennisteini. Brennisteinninn var ákvarðaður eftir aðferð I.
4. Ákvörðun á magni brennisteins í lífrænum samböndum jarðvegs-
ins. Vegin 5 g af mold og hitað við 300° C í 4—5 klukkutíma, síðan
hrist með 100 ml af 1 M ammoníumacetati í hálftíma, síað og brenni-
steinninn mældur i afsíinu með aðferð I.
c) Aðrar efnagreiningar.
1. Glæðitap ákvarðað við að hita sýni í ofni við 600° C. Glæðitapið
var reiknað út á eftirfarandi hátt:
Þungi á sýni við 105° C — Þungi á sýni við 600° C
Glæðitap = ------2_---1-------------------2----1--------------x 100
Þungi á loftþurru sýni.
2. Sýrustig ákvarðað með glerskautstæki.
Niðurstöður og ályktanir af þeim.
a) Laust bundinn brennisteinn í jarðvegi.
Reynt var að skola út og ákvarða hugsanlegt gips í jarð-
veginum. í rannsóknina voru valin nokkur sýni úr túnum í
Þingeyjarsýslum. Skolað var með vatni og skyldi gipsið leys-
ast þar í ef nokkurt væri. En svo fór, að með þeirri aðferð
til ákvörðunar á brennisteini, sem notuð var (Aðferð I), þá
reyndist það magn af súlfati, sem leystist upp í vatninu, svo
lítið, að ekki voru tök á að mæla það með nokkru öryggi. Þó
gætu þessar athuganir bent til þess að um einhvern snefil af
gipsi væri að ræða, en enginn möguleiki er út frá nefndum
mælingum að gefa upp ákveðið tölulegt gildi yfir þetta magn.
Þessu næst var athugað hvort eitthvað væri bundið af
súlfatjónum á jarðvegsagnirnar á þann veg að þær mætti losa