Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 8
8 STEFÁN KARLSSON inn, og síðastnefnda handritið hefur í stað annars þriðjungsins haft Ólafs sögu helga hina sérstöku. Loks hefur Sverris saga fylgt Heims- kringlu í flestum þessara handrita og Hákonar saga Hákonarsonar verið í þeim öllum nema 39. Auk þessara handrita eru varðveitt brot úr fáeinum Heimskringlu- handritum sem ekki hafa verið skrifuð upp meðan þau voru heillegri. Sum þessara brota hafa verið á íslandi, en önnur hafa verið í Dan- mörku eða í Noregi áður en þau komu í opinber söfn. Glatað eða glötuð Heimskringluhandrit höfðu þeir í höndum í Nor- egi á 16. öld Laurents Hansson kóngsbóndi og presturinn og rithöfund- urinn Peder Clausson Friis, og í konungasagnahandriti sem íslend- ingurinn Jón Rúgmann þýddi á sænsku um 1670 var m. a. þriðji þriðjungur Heimskringlu, en þetta handrit brann í Uppsölum 1702. Eins og fram kemur í þessu yfirliti hefur verið heldur snautt um Heimskringluhandrit á Islandi á 17. öld, enda þótt hér væru þá enn handrit ýmissa annara þeirra konungasagna sem íslenskir menn höfðu sett saman á miðöldum. Nafn Snorra Sturlusonar var tengt Eddu hans, sem öðlaðist nýjar vinsældir á því áhugaskeiði fornfræða sem 17. öld var, en þó að þess væri getið í Sturlunga sögu að Snorri hefði sett saman sögubækur og til Snorra sé vitnað á nokkrum stöðum í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, þar sem vísað er til Heimskringlu- texta, og á einum stað í Orkneyinga sögu, þá var sagnaritarinn Snorri dreginn fram úr ‘djúpri gleymskunótt’, eins og Arngrímur lærði komst að orði í bréfi til Ole Worm, þegar Worm birti þýðingu Peders Claussonar, Snorre Sturlesons Norske Kongers Chronica, 1633. Vitn- eskjuna um að Snorri væri höfundur Heimskringlu hefur Worm lík- lega haft frá Peder Claussyni og a. m. k. úr konungasagnaþýðingu sem Laurents Hansson kóngsbóndi í Noregi hafði gert um miðja 16. öld, en þeir Laurents Hansson og Peder Clausson hafa haft hana úr glötuðu handriti (eða handritum). Þetta handrit hafa sumir haldið að hafi verið Kringla, en Jakob Benediktsson sýndi fram á 1955 að svo hafi ekki verið (sbr. 7. kafla). 4. Ferill Kringlu og uppskriftir Bæði handritið Kringla og Heimskringla sjálf draga nafn sitt af upp- hafsorðum Ynglinga sögu, ‘Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin’, en með þessum orðum og framhaldi þeirra er

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.