Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 9
KRINGUM KRINGLU 9 lýst þeirri heimsmynd miðaldamanna að heimsþriðjungarnir, Evrópa, Afríka og Asía, myndi eina kringlu, sem útsærinn umlyki. Ritið hlaut titilinn Heims Kringla, þegar það var fyrst gefið út í Stokkhólmi 1697, en íslenskir fræðimenn vóru nokkru fyrr farnir að kalla handritið Kringlu. Kringla er eina miðaldahandritið sem víst er að hafi haft að geyma alla þriðjunga Heimskringlu, en auk þess hefur Skáldatal staðið í henni. Um feril Kringlu fyrstu aldirnar eftir að hún var skrifuð er ekkert vitað, en líklegt er að hún hafi verið í Noregi á öndverðri 16. öld. Þá gaf danski fræðimaðurinn Christiern Pedersen út Danasögu Saxa hins málspaka (1514) og skrifaði í framhaldi af því viðbætur við þá sögu. Við það verk hefur hann haft undir höndum útdrætti úr konunga- sögum, þar á meðal úr Heimskringluhandriti sem trúlega hefur verið Kringla. Utdrætti þessa er talið sennilegt að Christiern Pedersen hafi fengið frá landa sínum Erik Valkendorf, sem var erkibiskup í Niðar- ósi 1510-22. Með fullri vissu verður sagt að Kringla hafi verið í Noregi um mið- bik 16. aldar, því að þá hefur hún verið í hópi íslenskra handrita sem Mattis Storsson lögmaður í Björgvin þýddi útdrátt úr, og einnig hefur Laurents Hansson haft hana undir höndum, sbr. 7. kafla. Til Kaupmannahafnar hefur Kringla verið komin fyrir 1633, því að í útgáfu Worms sem á var drepið í 3. kafla var birt Skáldatal Kringlu og auk þess þýddur kafli úr Heimskringlutexta Kringlu til fyllingar á texta þýðingar Peders Claussonar. í Kaupmannahöfn var Kringla í Háskólabókasafni og var nefnd af Árna Magnússyni Codex academicus primus. Frá haustinu 1680 og fram á vor 1682 dvaldist Jón Eggertsson frá Ökrum í Blönduhlíð, klausturhaldari á Möðruvöllum, einu sinni sem oftar í Kaupmannahöfn vegna málaferla sem hann átti í. Á þessum árum komst hann í kynni við sendimann frá sænsku fornfræðastofnun- inni, en sú stofnun hafði um nokkurt skeið gert sér títt um íslensk mið- aldarit, einkanlega þau sem sögðu frá atburðum í Skandinavíu aftur í grárri forneskju sem sagnfræðingar höfðu fáskrúðugar heimildir um. Jón Eggertsson tók að sér að verða Svíum úti um uppskriftir íslenskra handrita sem hann gat fengið afnot af í Kaupmannahöfn og að kaupa handrit á íslandi fyrir þá, en það gerði hann í síðustu íslandsför sinni 1882-83. Kringla hefur e. t. v. verið fyrsta ritið sem Jón Eggertsson skrifaði upp fyrir Svía, og hann hefur sent uppskrift sína smám saman til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.