Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 20

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 20
20 STEFÁN KARLSSON 9. Skrifari víðar að verki Þegar Finnur Jónsson birti Kringlublaðið 1895 fullyrti hann (bls. iv) að rithöndin á því væri sú sama og aðalhönd Staðarhólsbókar. Á þeirri bók, AM 334 fol., eru sem kunnugt er Grágás og Járnsíða, og sú hönd sem hér er um að ræða er nefnd A í útgáfu Vilhjálms Finsen á Grágásartexta handritsins (bls. vi) og í ljósprenti Staðarhólsbókar (bls. 12); með þessari hendi er meginhluti Grágásar. Undir þetta álit Finns Jónssonar tók Kristian Kálund í Palæografisk atlas 1905, en Sam Jansson dró það í efa í ritdómi um þá bók 1908. Eftir allnákvæman samanburð á skrift Kringlublaðsins og þessa meginhluta Grágásar í Staðarhólsbók er ég ekki í neinum vafa um að hvorttveggja er með sömu hendi. Stafsetning er a. m. k. í öllum aðal- atriðum hin sama, og hvert afbrigði hvers bókstafs á Kringlublaðinu á sér nákvæma samsvörun hjá A-hendi Staðarhólsbókar. Til dæmis má nefna að ein fimm mismunandi afbrigði ð-s í Kringlu verða öll fundin í Staðarhólsbók, og einstök h-gerð á Kringlublaðinu, rbl3, sem Finnur Jónsson taldi upp komna við leiðréttingu, á sér samsvörun í Staðarhólsbók, f. 2va22; vera má að hvorttveggja h-ið sé leiðrétt úr b-i, en það er þá gert á nákvæmlega sama hátt á báðum stöðunum. Mismunur er á tíðni sumra afbrigða í þessum tveim handritum. T. a. m. virðast límingarnir a +/ og a + r vera hlutfallslega fátíðari í Staðarhólsbók en á Kringlublaðinu, og sama máli gegnir um brotið l fyrir ‘11’. Um það eru þrjú dæmi á fyrri síðu Kringlublaðsins, en í Staðarhólsbók hefur þess verið leitað árangurslaust á nokkrum blöðum hér og þar í þeim hlutum senr eru með A-hendi, nema hvað fáein dæmi eru um að skrifarinn hafi gripið til brotins l-s í Staðarhólsbók þar sem þurfti að spara rúm í línulok, t. d. 36rbll og 36rbl5. Mis- rnunur á tíðni einstakra stafa eða afbrigða í þessum tveim handritum er varla marktækur, ef um fátíðar gerðir er að ræða, vegna þess hve Kringlutextinn er stuttur, og auk þess gætir e. t. v. áhrifa frá forritum. Mismunurinn kynni þó að einhverju leyti að stafa af mismunandi ritunartíma, en torvelt virðist að leita afstæðrar tímasetningar á grund- velli stafagerðar eða stafsetningar. Ritun Staðarhólsbókar á eftir Kringlu væri í samræmi við hugmyndir Ólafs Lárussonar í inngangi ljósprentsins (bls. 8-11) um að Grágás Staðarhólsbókar hafi verið rituð 1260-70 eða e. t. v. enn síðar og kæmi sérlega vel heim við tímasetningu Maurers, sem Ólafur rekur á sama stað, 1262-71.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.