Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 23

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 23
kringum kringlu 23 staðar í Konungsbók, en á hinn bóginn verður ekki séð í íljótu bragði að brotið l sé miklu tíðara í Konungsbók en í Staðarhólsbók. Smálegt einkenni, sem þó kann að segja sína sögu, er að a í enda orðs er oft hærra en endranær í Konungsbók; þessa einkennis gætir einnig á Kringlublaðinu (sbr. inngang Finns Jónssonar, bls. vii), en er mjög fátítt í Staðarhólsbók. Þetta einkenni ásamt eldri </-gerð og fleira sem nefna mætti kemur vel heim við þá ríkjandi skoðun, sem reist er á efnismismun þessara tveggja Grágásarhandrita, að Konungsbók sé eldri en Staðarhólsbók, rituð um miðja 13. öld, en það kann að varpa nýju ljósi á eðli þessara tveggja ólíku Grágásargerða, ef það kemur upp úr dúrnum að sami maður hafi skrifað bæði handritin að miklu leyti, annað áður en Islendingar gengu Noregskonungi á hönd, en hitt síðar. - Samkvæmt niðurstöðum 8. kafla hefur hann skrifað Kringlu á þeim tímamótum. 10. 1 leit aö uþpruna Hætt er við að skrifari Kringlu verði seint fundinn ellegar þeir menn sem hann hefur unnið fyrir, enda þótt telja megi víst að þriðji fjórð- ungur 13. aldar hafi verið aðal-starfsskeið hans. Á Grágás Staðarhólsbókar eru tíu rithendur eða því sem næst, en með flestum þeirra eru aðeins fáeinar línur. Vilhjálmur Finsen lét sér til hugar koma (sbr. inngang Staðarhólsbókar, bls. x-xi) að sumir þessara stuttu pósta hefðu verið skrifaðir af gestkomandi mönnum - og víst er það hugsanlegt - en fremur þótti honum þó fjöldi rithanda benda til þess að bókin hefði verið rituð þar sem margra skrifara var völ - á höfðingjasetri, í klaustri eða á öðrum hvorum biskupsstól- anna. Ef ritun Staðarhólsbókar - og jafnvel Konungsbókar líka - hefur verið tengd endurskoðun íslenskra laga vegna upplausnar þjóð- veldisins, er trúlegra að skrifarinn hafi verið tengdur höfðingjasetri en kirkjulegri stofnun, en hafi hann ekki skrifað fyrir sjálfan sig kunna verkkaupendur hans að hafa verið fleiri en einn. Skrifarinn hefur haft gott Heimskringluhandrit undir höndum, og sérstök tengsl Skáldatals við Sturlunga (sbr. 8. kafla) eru vísbending um að hann hafi e. t. v. verið að verki á vestanverðu landinu. Á nálægar slóðir bendir skuldareikningur frá 14. öld, sem hefur verið færður inn í Staðarhólsbók og er að öllum líkindum skrifaður í Húna- vatnssýslu. í útgáfu þessa reiknings í Islenzku fornbréfasafni V, nr. 1 (sbr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.