Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 24

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 24
24 STEFÁN KARLSSON registur), er þess til getið að Benedikt sá sem þar er nefndur sé Bene- dikt Kolbeinsson (d. 1379), sonur Kolbeins Auðkýlings Bjarnasonar (d. 1309). Úr því að farið er að rekja ættir má geta þess að Kolbeinn Auðkýlingur hefur verið talinn sami maður og Kolbeinn jarli, sem er nefndur í Árna sögu biskups og víðar, en (fyrri) kona hans var Hallbera dóttir Egils bónda Sölmundarsonar (d. 1297). Egill var sonur Hejgu systur Snorra Sturlusonar; hann hlaut tvö hundruð hundraða í arf eftir Snorra og bjó í Reykholti. Samkvæmt Árna sögu var Þórarinn prestur kaggi meðal elstu frillubarna Egils Sölmundarsonar, og sam- kvæmt frásögn Laurentius sögu var hann prestur á Völlum í Svarfaðar- dal þegar Laurentius fæddist (1267) og fram eftir æskuárum hans, en að tali annála andaðist Þórarinn 1283. ‘Síra Þórarinn kaggi’, segir í Laurentius sögu, ‘var klerkur góður og hinn mesti nytsemdarmaður til leturs og bókagjörða, sem enn mega auðsýnast margar bækur sem hann hefir skrifað Hólakirkju og svo ( + á B) Vallastað.’ Þórarinn kaggi hefur óneitanlega þá kosti sem hugsanlegur skrifari þeirra handrita sem hér hefur verið fjallað um, að hann er af ætt Sturlunga, tengdur Auðkýlingum (sem reyndar er óvíst að hafi átt Staðarhólsbók), og hann er uppi á réttum tíma. Það væri fjarska girnilegt að hugsa sér að hann hefði setið hjá föður sínum í Reykholti og skrifað Kringlu áður en hann fór norður í Svarfaðardal að skrifa Hólakirkju og Vallastað þær bækur sem orð fór af löngu eftir að þær vóru skrifaðar, en víst væri það með nokkrum ólíkindum ef svo hittist á að Kringla og Grágásarhandritin, sem eru meðal allra best skrifuðu handrita síns tíma, væru einmitt ritaðar af eina manninum sem heim- ildir bendla sérstaklega við letur og bókagerð á þessum sama tíma. En hverjum var Kringla ætluð? Þeirri spurningu verður ekki heldur svarað, en minna má á þann útflutning handrita sem rætt var um í 2. kafla. Ekki er ólíklegt að bæði Kringla og Maríu saga sú sem að var vikið í 9. kafla hafi verið meðal þeirra handrita sem vóru flutt ný- skrifuð til Noregs, sbr. einnig upphaf 6. kafla. Kringla hefur verið kjörgripur. Hvort sem hún hefur verið seld við verði eða fengin áhrifamanni að gjöf, hefur upphaflegur eigandi hennar án efa hlotið góða umbun, og honum og skrifara Kringlu hafa Heimskringlulesendur í sjö aldir átt þakkarskuld að gjalda. Heimildir: Árna saga biskups, útg. Þorleifur Hauksson (Rv. 1972). Adolf Iwar Arwidsson, Förteckning öfver Kongl. bibliothekets i Stockholm islándska handskrifter (Stokkh. 1848).

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.