Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 38
38 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI í bréfi Sigurðar til Halldórs 28. júlí 1933 kveður hann sér mikla forvitni „að sjá Islandica XXIII [heftið Old Icelandic Literature] og skrafa um allt það mikla mál við ykkur Munksgaard. Er nú mikið undir því komið, að við séum sem vitrastir, því að þetta eru krítískir tímar fyrir íslenzk fræði, ekki sízt í Höfn.“ Og síðar í bréfinu segir hann: „Mér þótti vænt um, að þér líkaði minn litli formáli fyrir Odds N. T. ekki illa. Hann var gerður af vanefnum, enda leyfði Munksgaard mér ekki meira rúm. En þú bætir þetta upp í þínum formála.“ Halldór dvaldist síðari hluta árs 1933 og fram yfir nýár í Kaup- mannahöfn og vann þar að ýmsu, svo sem formála útgáfu Guð- spjallabókarinnar 1562, er fyrr getur, og undirbúningi 7. bindis Corpus, er hlaut heitið Icelandic Illuminated Manuscripts of the Middle Ages. Skyldi þar sýna ýmsa hina fegurstu staði í fornum handritum íslendinga, upphafsstafi og annað skraut, og reyndist mikið þolinmæðisverk að leiða útgáfu þessa merka bindis farsællega til lykta, en það kom ekki út fyrr en 1935. Halldór brá sér til Stokk- hólms upp úr miðjum október, víst í fylgd með Munksgaardshjón- unum, og átti nokkra góða daga þar með þeim og Sigurði Nordal í hópi sænskra vina og starfsbræðra, en á leiðinni til Hafnar aftur kom hann við í Ósló og segir svo frá dvölinni þar í bréfi til Sigurðar 2. nóvember: „Beztu þakkir fyrir samveruna í Stokkhólmi. Ferðin til Óslóar gekk vel. Ég var þar frá því á þriðjudagskveldi til laugardagskvölds og fann dvölina þar skemmtilega. Ég hitti þá Magnús Olsen og Paasche í miðdegi hjá Gustav Raabe. Komst þar í tal Árnanefndin, og eins og við var að búast, hélt Olsen hennar taum, en Paasche var heldur hlynntur tillögu minni. Það kom ofurstutt grein um þetta í „Aftenposten“, en líklega von á meiru seinna. Dr. Laache hitti ég líka og líkaði vel við hann - það er ágætur president fyrir Johnson Club. Hann bauð mér ásamt yfirmanni sínum ríkisskjalaverðinum og dr. Amundsen til miðdags á Continental og var þar skemmti- legt.“ Halldór minnist í bréfinu á tillögu sína um Árnanefnd, og hefur hann þá í huga niðurlag rits síns um forníslenzkar bókmenntir, sem áður var minnzt á, þar sem hann hreyfir svipuðum tillögum og í Skírnisgrein sinni 1929. En þarna urðu þær fyrst kunnar að ráði er- lendis og vöktu talsverða athygli og nokkra gremju manna sem Finns Jónssonar og hans sinna, er þótti að sér vegið í hinni hrein-

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.