Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 40

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 40
40 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI En í bréfi hálfum mánuði síðar, 30. júlí, einnig frá London, kveðst hann hafa gleymt í síðasta bréíi að skamma Sigurð fyrir eitt „í sam- bandi við okkar látna og liðna Firm. Hann var heiðinn og vildi lifa og deyja svo — enda var útför hans svo í Khöfn. En svo tókuð þið upp á því að láta syngja latínskan útfararsálm við minningarhátíð háskólans og hafa þar við Martein [biskup í Landakoti] með mítur og annan þess konar hégóma. Þctta fannst mér illa og ómannlega gert af ykkur. Og ef Finnur lifir í öðrum heimi, mun hann líta ykkur hornauga fyrir vikið - og það eigið þið skilið.“ Sigurður svarar þessari ádrepu í bréfi 18. ágúst 1934, þar sem hann segir: „Ég beygi höfuð mitt í auðmýkt undir ávítur þínar fyrir sálmasönginn eftir Finn. Við héldum, að hann mundi fyrirgefa það, af því að það var á latínu. Á mítri Marteins biskups berum við enga ábyrgð, en þeim Finni hefði nú vel geta komið saman, því Marteinn er bezti karl og andlegur í hófi. En hali Finnur vaknað upp í öðru lífi, hefur hann haft þar margt að prótestera á móti, og fyrst og fremst sjálfu því facto, að hann væri lifandi! Arup var hér á dögunum, og Jón Helgason er hér enn, og hef ég skrafað við báða nokkuð um, hvað gera eigi í Höfn. Ekki er gott að sjá, hvað úr neinu verður, en einhver hreyfing er þó komin á málið. Mest er undir því komið, hvað þú getur gert og vilt gera, því að Institút verður þar ekkert, nema þú komir til skjalanna. Því miður var ekki tiltækilegt fyrir mig að koma til Hafnar í sumar, stórveldin tvö, time and money, leyfa það ekki. En næsta surnar býst ég við að verða í Höfn. Annars langar okkur mikið að sjá þig hérna, og það væri gaman að fá hjá þér nokkra fyrirlestra í háskólanum. Við Alex- ander höfurn oft talað um þetta, og hann væri viss með að drífa upp einhverja peninga til þess, með sínum alkunna dugnaði, ef hann vissi, hvort þú gætir komið og hvenær. Þætti mér vænt um að heyra álit þitt um þetta við tækifæri. Það er nú orðið fulllangt síð- an þú hefur komið til íslands, og þó að allt sé hér ekki í því ástandi, sem maður myndi helzt kjósa, þá er furða, hvað allt slampast áfram ennþá, og vonandi verður banninu aflétt í vetur, svo að hægt verði að bjóða þér einn frjálsan sjúss, þegar þú kemur.“ Halldór skrifaði Sigurði 13. janúar 1935 og segir þar m. a.: „Munks- gaard skrifar mér, að nú sé einhver nefnd að komast á laggirnar með ellefu meðlimum, dönskum og íslenzkum, og segir, að ég og þú eigurn að vera þar með. Nefndin kvað eiga að halda fund þriðja hvert ár! En Munksgaard kvartar sáran yfir því, að hann eigi ekki að vera þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.