Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 43
halldórs hermannssonar og sigurðar nordals 43 gagnrýnir þar margt, telur hana of dýra og vísa til að spilla fyrir sölu annarra íslenzkra rita erlendis. Halldór telur sig geta úr flokki talað um þessi mál, þar eð hugmyndin um slíka handritaútgáfu sé upphaflega frá honum. „Árið, sem ég var við Árnasafn [1925-26], stakk ég upp á því við Finn, að í tilefni af Alþingishátíðinni skyldi Arnanefndin sækja um styrk frá Carlsbergssjóðnum eða dönsku stjórn- inni og gefa út facsimile útgáfu af Grágás, Flateyjarbók eða einhverju öðru merku handriti. Finnur tók þessu fjarri, kvað ekkert fé mundu fást. Ég talaði um þetta við aðra, sem þótti það vel viðeigandi. En svo fór ég vestur aftur, og varð svo ekkert úr því, en Munksgaard tók síðar upp hugmyndina, þó hann ekki fengi hana beint frá mér.“ Sigurður heldur áfram umræðu um þessi mál í bréfi til Halldórs 4. maí 1935: „Eftir að ég skrifaði þér í febrúar, átti ég tal við Arup, sem kom hingað snöggva ferð. Ég sagði honum frá þeim kröfum, sem ég mundi vilja bera fram, ef ég yrði í þessari fyrirhuguðu nefnd, og hann svaraði já og amen við því öllu. En í raun og veru trúi ég lítið á loforð hans. Og enn hefur háskólinn hér ekki fengið nokkura opinbera tilkynningu um allt þetta ráðabrugg, svo að ég álít óhugsandi, að nefndin verði svo snemma skipuð, að hún geti haldið fund í sumar. Mín afstaða í málinu er sú, að ég vil fallast á, að íslendingar taki þátt í nefndarskipuninni sem tilraun. Síðan eigum við, sem áhuga höfum fyrir því, að eitthvað sé gert, að koma okkur saman um pró- gram fyrir starfsemi nefndarinnar í framtíðinni og gera kröfur um fj árframlög til hennar. Ef Danir daufheyrast við þeim, segjum við okkur úr nefndinni og ráðumst á Dani fyrir ráðsmennsku þeirra yfir þessum fjársjóðum, handritum og peningum, sem þeir hafa sölsað undir sig, og látum svo slag standa. Þetta tel ég Sterkari aðstöðu en að neita því að taka þátt f nefndinni að óreyndu. Og ég vona fast- lega, að þú fallist á að taka þátt í nefndinni í svipuðum hug, þar sem þessi hugmynd er frá þér komin og ég treysti þér allra manna bezt til þess að gera tillögur um starfsemi nefndarinnar með víðsýni og hagsýni í senn. Mér þykir leiðinlegt, að miður hefur fallið á með ykkur Munks- gaard en áður, en treysti því, að það lagist aftur. Munksgaard hefur sýnt mér og konu minni svo mikla vinsemd, að mér getur ekki annað en þótt mjög vænt um hann persónulega, og áhugi hans og dugnaður er a. m. k. fágætur og ótvíræður. Hann getur stundum verið dálítið barnalegur í bráðlæti sínu. En allir hafa sína galla. Þú veizt sjálfur, hve mikils hann metur þig og tillögur þínar, og ég trúi ekki öðru en

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.