Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 45

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 45
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 45 svo öfugt við alla skynsemi, að það er eiginlega þjóðarsmán. En til hvers er að finna að við fólkið, það er bara til þess að blöðin skammi mann - og íslenzka blaðamennskan er sú versta, sem finnst á guðs- grænni jörð. Kannske Oxfordhreyfingin nái heim eins og Presta- félagsritið virðist vera að mæla með - og að þessir syndaselir, blaða- mennirnir, sjái nauðsyn til að gera játningu synda sinna, en það væri reyndar að bíta höfuðið af skömminni, ef við fengjum The Oxford groups ofan á allt annað illt. Ég heyri sagt, að Danir falli hópum saman á kné fyrir Mr. Buchman; við ættum einu sinni að sýna það sjálfstæði að gera ekki það sama og Danir.“ I lok bréfsins kemur fram, að mjög heitt er í veðri og Halldór situr ,,í Adam’s Costume á 25. sal og reynir að fá allan þann svala, sem hægt er. Og til þess að lyfta upp sálunni hef ég við hendina glas af Hennessy Brandy three stars. Ég veit ekki, hvort það er heilsusam- legt fyrir líkamann í þessum hita, en áhrif þess á sálina eru ómót- mælanleg, enda þótt þetta bréf sýni þau ekki.“ Sigurður segir í svarbréfi sínu, skrifuðu í Scarborough á Englandi 18. ágúst 1935, að hann sé „ekkert hræddur um, að við landarnir getum ekki haldið hóp. Við höfum það alveg eins og þingflokkur, höldum fyrst okkar fundi og rífumst þar, og komum svo fram eins og einn maður út á við! En ég vona um fram allt, ef til kemur, að þú skorist ekki undan að taka sæti í nefndinni. Þetta er þín hug- mynd, og ef á að gera hégóma úr henni, getur enginn mótmælt með meira myndugleik en þú. Viðvíkjandi Munksgaard get ég sagt þér, að Arup tjáði mér, að hann vildi hafa Munksgaard með, en Hafnar- háskóli myndi ekki fáanlegur til að mæla með ólærðum manni í svo lærða nefnd. Ég svaraði þá, að ekki væri annað en Háskóli íslands mælti með honum. Og að því mun ég stuðla. Krítík þín á Corpus er vitanlega alveg réttmæt frá praktísku sjón- armiði. En ég lít fyrst og fremst á Corpus sem demonstration, aug- lýsingu, og frá því sjónarmiði verkar það með stærðinni. Örfáir menn nota t. d. Flateyjarbók að neinu ráði. En það þarf að gera aðra praktískari hluti, sem sigla í kjölfarið. Munksgaard er nú fyr og flamme út af hugmyndinni um enskar þýðingar. En það er ekki til neins að ætla að hrapa að slíku verki. Ég hef nú talað allrækilega um þetta við þá Gordon og Tolkien. Gordon hefur lofað að koma til Hafnar næsta sumar, og þá vil ég, að við þrír ræðum þetta saman og við Munksgaard. Þú veizt um þá krafta, sem eru í Ameríku,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.