Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Síða 49
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 49 kennir margra grasa. Þar er m. a. ágæt útgáfa íslendingabókar Ara fróða, útgáfur áður óprentaðra rita frá 17. og 18. öld, tvö bindi um uppdrætti Islands, frá ýmsum tímum, ævisaga Eggerts Ólafssonar, rit um Vínlandsferðirnar o. s. frv. En nær helmingur bindanna fjallar beinlínis um bókfræðileg efni, og eru þessi rit, ásamt skránni um Fiskesafn, ómissandi handbækur fyrir hvern mann, sem við íslenzkar bókmenntir fæst, í hverri grein sem er. Verður það seint metið að verðleikum, hvílíkt brautryðjandastarf Halldór Hermannsson hefir innt af höndum í íslenzkri bókfræði. Auk þeirra verka, sem nú hafa verið nefnd, hefir hann ritað allmikið af greinum í íslenzk blöð og tímarit, vestan hafs og austan, rit á dönsku um íslendinga í Vestur- heimi, formála að Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar (Monumenta typographica Islandica II) og formála tveggja bindanna í Corpus codicum Islandicorum, annan þeirra fyrir hinu víðfræga myndabindi (Icelandic Illuminated Manuscripts), sem hann viðaði og valdi efni í. Allt, sem hann hefir látið frá sér fara, er leyst af höndum með vand- virkni og smekk, og hann er jafnvígur rithöfundur á enska tungu og íslenzku. Við bókfræðileg rit reynir eins og liggur í hlutarins eðli mest á fróðleik og nákvæmni. En Halldór Hermannsson hefir sýnt það í ýmsum öðrum ritum sínum, að hann er bæði hugkvæmur maður og skarpskyggn. Og hann hefir auk þess bæði í ritum og ritgerðum sett fram ýmsar aðfinnslur og umbótatillögur um skipulag starfsem- innar í íslenzkum fræðum, sem hafa vakið mikla athygli og væntan- lega eiga eftir að leiða til nýrra framkvæmda." I greinarlok getur Sigurður þess, að Háskóli íslands hafi boðið Halldóri að flytja fyrirlestra næsta haust og hann lofað að koma. Þessi grein og önnur vinsemd, er Halldóri var sýnd á afmælinu, glöddu hann mjög, en hann segir svo í bréfi til Sigurðar 14. febrúar 1938: „Beztu þakkir fyrir heillaóskaskeyti, sem þú sendir mér ásamt öðrum á sextugsafmæli mínu, og þá ekki síður fyrir þína mjög vin- samlegu grein um mig í „Nýja dagblaðinu“, og hlýt ég að játa, að þú berir þar of mikið lof á mig, en við það get ég ekki ráðið.“ Hann kveðst ekki finna svo mjög til aldursins ennþá, „nema gigt- arstingir sækja á mig með köflum, og ég finn það, að ég get ekki unnið eins mikið og fljótt eins og ég gerði, meðan ég var yngri, og er það auðvitað eðlilegt." Þetta reyndust orð að sönnu, því að svo fór fyrir Halldóri ári síðar, að hann varð höndum seinni að svara Sigurði, vissi ekki fyrri til en komin voru tvö bréf frá honum, skrifuð 30. nóvember 1938 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.