Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 94

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 94
94 LANDSBÓKASAFNIÐ 1976 Leifur Sveinsson lögfræðingur afhenti copíubók afa síns, sr. Haralds Níelssonar, 1898-1907. Bréfaskipti Jóhannesar P. Pálssonar læknis í Kanada og Þórodds Guðmundssonar skálds frá Sandi. Gjöf hins síðarnefnda. Gjörðabók skólafunda Menntaskólans í Reykjavík 28. jan. 1931-17. nóv. 1941. Egill Sigurgeirsson hrl. afhenti. Klemens Þorleifsson kennari gaf Sálma- og kvæðasafn o. fl., mörg kver bundin í eina bók. Skrifað að mestu á 19. öld. Dr. Sigurður Þórarinsson gaf Búnaðarhagfræði Torfa Bjarnasonar skólastjóra í Ólafsdal m. h. Jens Sæmundssonar 1899. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri færði safninu að gjöf frá Valdi- mar Björnssyni fyrrum fjármálaráðherra í Minneapolis ræðu- og greinasafn hans og sitthvað fleira ýmist í handriti eða prentað. Þessir einstaklingar afhentu handrit, án þess að þeirra verði getið nánara: Bergsveinn Skúlason, Reykjavík, Bragi Jónsson skáld (Refur bóndi), Hofgörðum, Egill Bjarnason fornbóksali, Reykjavík, Gunnar B. Jónsson, Reykjavík, Dr. Ingimar Óskarsson, Reykjavík, Kristmund- ur Bjarnason fræðimaður, Sauðárkróki, Leifur Sveinsson lögfræðingur, Reykjavík, Magnús Geirsson, Reykjavík, Ragnar S. Guðjónsson, Hveragerði, Vigdís Björnsdóttir, Reykjavík, Þorvarður Magnússon, Reykjavík. Landsbókasafn flytur beztu þakkir öllum, er gefið hafa því handrit eða beint þeim til þess með öðrum hætti. ÞJÓÐDEILD Fast starfslið deildarinnar var hið sama og á síðastliðnu ári og lausráðið lið einnig að öðru en því, er síðar segir, og verður þá einnig getið um bráða- birgða breytingu á stjórn deildarinnar. Ritauki þjóðdeildar nam á árinu 4219 færslum í aðfangabók (1975: 3777). Haraldur Sigurðsson vann fyrri hluta árs að skráningu kortasafns Landsbókasafns. Talsverðar breytingar voru gerðar í bókageymslum þjóðdeildar, þeim hluta, þar sem blaðakostur er geymdur, en á miklu ríður, að hillur séu þar við hæfi, svo að sem bezt fari um hann og þá ekki sízt þau blöð, sem í stærstu broti eru. Mikil ásókn í blöðin veldur áhyggjum, en pappír í þeim mörgum er stökkur og honum því hætt, nema varlega sé með þau farið.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.