Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 43

Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 43
auðvitað að snúa sér að því verkefni að skoða tilgang þessara tolla. Það er verið að leggja á ofurtolla þegar þetta íslenska grænmeti er ekki til. Það er verið að skattleggja ís- lenska neytendur alveg stórkost- lega með þessu fyrirkomulagi. Ég get t.d. nefnt að það er einn aðili á Íslandi sem ræktar sveppi. Það þykir hins vegar sjálfsagt mál að íslenskir skattgreiðendur greiði tugi milljóna í verndartolla til að vernda hags- muni þessa eina manns,“ sagði Finnur. „Einnig er vert að hafa í huga að íslenskri garðyrkju er enginn greiði gerður með þessum verndartollum. Tollarnir hækka verð og draga úr neyslu á þessum vörum. Því miður líta Íslendingar á grænmeti sem munaðarvöru, þar sem verðið er of hátt. Það skýrir að hluta þá stað- reynd að Íslendingar eru eftirbátar nágrannaþjóða í neyslu grænmetis. Íslenskir garðyrkjubændur fram- leiða góða vöru, sem íslenskir neyt- endur kjósa fram yfir þá innfluttu. Með lægra verði stækkar þessi markaður fljótt, sem ættu að vera meginhagsmunir garðyrkjubænda á Íslandi.“ Finnur sagðist ekki óttast rann- sókn Samkeppnisstofnunar á verð- myndun á papriku. Raunar hefði Hagkaup þegar afhent blaðamanni Morgunblaðsins sundurliðaðan verðútreikning. Sveinn Sigurbergsson, verslunar- stjóri í Fjarðarkaupum, kvaðst vera nokkuð undrandi á yfirlýsingum landbúnaðarráðherra. Hann sagði að Fjarðarkaup stæðu algerlega eðlilega að verðlagningu á papriku sem og öðru grænmeti. Það þýddi ekki að bjóða Íslendingum annað en fyrsta flokks vöru og innkaupsverð hennar væri tiltölulega hátt þessar vikurnar. Verðtollurinn sem land- búnaðarráðuneytið legði á vöruna gerði hana hins vegar enn dýrari. Þessi tollur væri fráleitur, sérstak- lega í ljósi þess að íslensk paprika væri ekki til á markaðnum í dag. Þess má geta að 15. mars sl. gaf Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra út og sendi öllum matvöru- verslunum reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti. Reglugerðin er undirrit- uð af landbúnaðarráðherra sjálfum. Samkvæmt henni er á tímabilinu 15. mars til 22. apríl lagður á 30% verð- toll á innflutta græna papriku. Frá 24. apríl til 29. apríl er verðtollur hins vegar 15% en hins vegar legðist á 199 kr. magntollur á hvert kíló af grænni papriku. Frá 30. apríl til 30. júní er verðtollurinn 22,5% og 298 kr. magntollur. Neytendasamtökin mótmæla háum tollum Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagðist vera mjög óánægður með þá stefnu sem stjórnvöld hefðu fylgt í þessum mál- um. „Þetta er í raun alveg fáránlegt mál, ekki síst ef höfð er til hliðsjónar manneldisstefna sem al- þingismenn hafa sam- þykkt. Þetta er orðið löngu úrelt fyrirkomu- lag og er í raun ekkert annað en tæknileg við- skiptahindrun. Það ber að haga viðskiptum með grænmeti eins og gert er með aðrar vörur. Það á að afnema þessa tolla og kerfið á að láta þetta afskipta- laust. Menn mega heldur ekki gleyma því að við erum í þessu máli að tala um hollustuvöru.“ Jóhannes sagði að þessi umræða hæfist árlega. Það væri ekkert nýtt í henni og hún ætti ekki að koma neinum á óvart. Hann kvaðst fagna því ef landbúnaðarráðherra væri núna tilbúinn til að endurskoða þetta kerfi. GUÐMUNDUR Marteins-son, framkvæmdastjóriBónuss, segist mjögundrandi á fullyrðingum sem höfð eru eftir Guðna Ágústs- syni landbúnaðarráðherra í Morg- unblaðinu í gær um verðmyndun á papriku. Guðmundur segist ekki sjá betur en að Guðni leggi til grund- vallar orðum sínum verð á spænskri papriku sem ekki sé lengur til á ís- lenska markaðnum. Gæði spænsku paprikunnar séu slík að yfir 30% vörunnar séu ónýt þegar hún sé komin til landsins. Guðni Ágústsson hefur óskað eft- ir því við Samkeppnisstofnun að hún rannsaki verðmyndun á grænni papriku, en hann fullyrti í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði fengið væru aðeins 10% af smásölu- verði vörunnar tollur. 84–85% verðsins væri á ábyrgð innflutn- ingsaðila og smásalans. Guðmundur sagðist furða sig á þessum fullyrðingum ráðherrans vegna þess að samkvæmt lögum legðist 30% verðtollur á papriku eft- ir 15. mars. Guðmundur sagði að svo virtist sem ráðherrann miðaði út- reikning sinn við spænska papriku, sem væri þriðja flokks vara sem ekki væri lengur til á íslenska mark- aðnum. Hann sagði að gæði spænskrar papriku væru slík að þegar hún væri komin til landsins væru yfir 30% hennar ónýt. Íslensk- ir neytendur gerðu miklar kröfur og það væri einfaldlega ekki hægt að bjóða Íslendingum þessa vöru. Guð- mundur sagði að sú græna paprika sem Bónus hefði verið að flytja inn væri frá Hollandi og kostaði 562 kr. þegar búið væri að leggja á hana 30% verðtoll. Við bættist síðan virð- isaukaskattur. Græn paprika lækkar um 27% milli sendinga Einar Þór Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Ávaxtahússins, sem flytur inn ávexti og grænmeti fyrir Bónus, sagði að menn yrðu að hafa í huga að íslenskir kaupmenn yrðu að panta grænmeti eins og papriku frá meginlandi Evrópu með 10 daga fyrirvara. Verðið á vörunni réðist al- farið af framboði og eftirspurn og væri því ekki það sama frá einum degi til annars. Hann sagði að verð- ið hefði t.d. lækkað um 27% frá því Ávaxtahúsið gerði sín síðustu inn- kaup. Einar Þór sagði að svo virtist sem landbúnaðarráðuneytið hefði kosið að taka verð á spænskri papriku til viðmiðunar, sem væri 3. flokks paprika sem hætt væri að flytja inn til landsins vegna lélegra gæða. Þar að auki væri ráðuneytið með algjör- lega óraunhæft verð á flutnings- kostnaði. Það kostaði 70–80 kr. að flytja ferska papriku til landsins með flugi en ráðuneytið miðaði við 30–40 kr. Einar sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir að paprika væri við- kvæm vara sem hefði lítið geymslu- þol. Innkaupsverðið væri mjög breytileg og væri algjörlega háð framboði og eftirspurn. Hann sagði t.d. hugsanlegt að innkaupsverðið á hollenskri papriku ætti eftir að hækka á ný þegar spænska papr- ikan kláraðist á markaðnum og eft- irspurnin eftir hollenskri papriku ykist. Guðmundur sagðist hafa vissan skilning á aðstöðu garðyrkjubænda. Þeir legðu sig fram um að framleiða góða vöru en væru í samkeppni við niðurgreitt grænmeti frá Evrópu- sambandinu. En það gæti ekki verið hagstætt fyrir bændur að starfa eft- ir gildandi tollalögum. Hann sagði miklu eðilegra að stjórnvöld leituðu annarra leiða til að styðja garð- yrkjubændur. T.d. hlyti að koma til greina að taka upp beingreiðslur til garðyrkjubænda líkt og kúa- og sauðfjárbændur fengju. Eins hlyti að koma til greina að ríkið niður- greiddi raforku til garðyrkjubænda. Núverandi fyrirkomulag væri hins vegar ekki í samræmi við nútíma- viðskiptahætti. Tekur mið af lélegustu paprikunni sem er að hverfa Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaups, sagðist telja mál- flutning landbúnaðarráðherra í þessu máli fráleitan. Hann sagði að svo virtist að ráðuneytið tæki við- mið í lélegustu og ódýrustu papr- ikunni á markaðnum, sem væri þar að auki að detta úr sölu. Innkaups- verð á hollensku paprikunni, sem verið væri að flytja til landsins, væri tvöfalt hærra en á þessari spænsku papriku sem ráðuneytið virtist miða útreikning sinn við. „Í fyrsta lagi er land- búnaðarráðuneytið í þessu máli að gefa út yf- irlýsingar án þess að leita sér upplýsinga. Í öðru lagi tel ég að opinberir starfsmenn eins og Ólafur Friðriks- son, skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, beri talsverða ábyrgð, en hann er að setja fram fullyrðing- ar sem verða til þess að ráðherra hótar okkur Samkeppnisstofnun. Það er eins og búið sé að dæma okk- ur áður en menn fara að kynna sér málið. Við höfum hins vegar ekkert að fela. Við getum lagt alla pappíra á borðið og þannig sýnt fram á að ráðuneytið fer með rangt mál. Landbúnaðarráðuneytið ætti Kaupmenn segjast standa eðlilega að verðlagningu Telja málflutning ráðherra fráleitan Guðni Ágústsson gaf 15. mars sl. út reglugerð sem m.a. felur í sér 30% verðtoll og 199–298 kr. magntoll á græna papriku. Framkvæmdastjórar Hagkaups og Bónuss furða sig á málflutningi ráðherrans og segja hann miða útreikning sinn við spænska papr- iku sem ekki sé til á markaðnum á Íslandi.              !" #$%&$'( ) *+ ,    - , "" ' %& %-./ 0-./ &.& ' %& %&  12 - 0    12 -%& !"#$ "! %&"$ "$ $"! #%" $" !'"% !&"% #&"'! $"'$ !#"# "%% &"'& !!"! !&"$ $" &!#" &$" %&"# &"&' %$"& $"%% ("' '"# '"# %%"$$ %%"$$ ) *+,-, . /0  1   21 3 '()%%   *  +  ,   % ''-,  ./   .*0 1. %% %. /  ,    ,# # Íslendingar vilja aðeins það besta MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 43 javík. Þar rgar litlar og skart- una hefur um, þrátt ar, og má meðal ann- yðja hver sama stað, r annarri r ýta und- að versl- m tiltæk- n nái að narstaður sínu sem ands enn i Jakob. kið flutn- nnur mál ð afgreidd du erindi ðardóttur, g Ingvars á skýrslu n um áhrif a, en þau ðs- og út- rðir ur gði Ragn- jóðfélagið og örum að byggja pavogi og mörg fyr- fa að velja era áfram a jafnvel tséð með ndi hafa á ljóst væri uðborgar- ust keppt tum sem því að að- lagast breyttum tímum og tileinka sér ný vinnubrögð myndu fyrirtæk- in geta haft bolmagn í þessa sam- keppni. Þær vinnuaðferðir sem hefðu dugað fyrir 10 eða 20 árum dygðu ekki í dag og af þeim sökum þyrftu eigendur að horfast í augu við að þeir kæmust ekki hjá því að að- lagast og markaðsvæðast. „Miðbærinn hefur í gegnum tíðina verið einn öflugasti verslunarkjarni landsins,“ sagði Ragnheiður. „Velt- an hefur aukist töluvert hjá flestum verslunum þrátt fyrir spennu á vinnumarkaði og háa vexti sem sett hafa svip sinn á gengi krónunnar. Til þess að halda áfram á sömu braut þarf að huga að ýmsum hlutum, þar á meðal velta því fyrir sér hvað muni gerast þegar ný verslunarmiðstöð opnar í Smáralindinni.“ Og síðan lauk hún máli sínu með því að varpa fram þeirri spurningu, hvort í raun væri þörf fyrir enn eina verslunar- miðstöð í þessu litla þjóðfélagi. Kristín Sævarsdóttir og Ingvar Baldursson kynntu að þessu loknu niðurstöður rannsóknarinnar um áhrif Smáralindar á mið- borgina og gerðu það með því að bera saman styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri mið- bæjarins annars vegar og Smáralindar hins vegar. Styrkleikar og veikleikar miðbæjar og Smáralindar Styrkleika miðbæjarins töldu þau m.a. vera þá, að fólk gæti verið þar utandyra á sumrin, þar sem saga þjóðarinnar væri við hvert fótmál, í bland við kaffihúsamenningu og veitingastaði, listasöfn og gallerí. Þar settu líka erlendir ferðamenn svip sinn á mannlífið, að því ógleymdu að rúnturinn lægi þar um götur. Styrkur Smáralindar fælist hins vegar í mildu veðurfari árið um kring, afþreyingu, fjölda verslana, heilsugæslu innan seilingar, auk þess sem þar væri að finna land- fræðilega miðju höfuðborgarsvæðis- ins, nýtískulegt húsnæði og nálægð fyrirtækja. Veikleikar miðbæjarins væru óstöðugt veðurfar, skortur á bíla- stæðum, vegalengdir, allt of margir „súlustaðir“, fáir íbúar í grenndinni, skortur á afþreyingu fyrir ungt fólk, auk þess sem lítið væri þar af ný- byggingum. Veikleikar Smáralindar fælust mögulega í hávaða og loft- leysi, mannmergð, miklum stofn- kostnaði, mun hærra leiguverði en í miðbænum og auk þess væri enga lágvöruverðsmatvöruverslun, í ætt við Bónus eða Nettó, þar að finna og bílastæði væru öll utanhúss. Um ógnanir sem sæktu að mið- bænum nefndu þremenningarnir flótta kaupmanna úr miðbænum, hann væri ekki lengur landfræðilega miðsvæðis, ungt fólk færi í verslun- armiðstöðvar. Ógnanir sem steðjuðu að Smáralind væru hár rekstrar- kostnaður, hugsanleg verslunarmið- stöð í Mosfellsbæ og að lokum væri óvíst að gatnakerfi Kópavogs næði að anna þeirri auknu umferð sem yrði við tilkomu Smáralindar. Tækifæri miðbæjarins lægju m.a. í nýtingu Hljómskálagarðsins, fleiri bílastæðahúsum, skýli yfir hluta Laugavegar, betri gluggaútstilling- um og bættari samgöngum til mið- bæjarins. Tækifæri Smáralindar fælust í því, að þar væri komið fram- tíðarmiðsvæði, markhópur væri breiður, unglingar virtust frekar leita í verslunarklasa auk þess sem nágrannabæir væru í vexti. Framannefnd atriði drógu þre- menningarnir svo saman í eftirfar- andi þætti og var þar að auki byggt á mjög svo óformlegri könnun þeirra sem gerð var meðal 80 einstaklinga á aldrinum 15-67 ára:  Yngra fólk sækir í Kringluna  35 ára og eldri fara frekar í miðbæinn  Áhorfendur RÚV fara í miðbæinn  Áhorfendur Stöðvar 2 fara í Kringluna og ætla í Smáralind  Ungir sem aldnir horfa á Skjá 1  Verslunarmiðstöðvar munu lík- lega tapa á tilkomu Smáralindar  Búseta hefur áhrif á verslunar- stað og einnig staðsetning vinnu- staðar Björgun 101 Ýmislegt er hægt að gera til að vinna gegn þessum áhrifum úr Kópavogi, sögðu Ragnheiður, Krist- ín og Ingvar og ákváðu að kalla þær hugmyndir sínar „Björgun 101“. Skiptust þær í tvennt, annars vegar skammtímamarkmið og hins vegar langtímamarkmið. Skammtímamarkmið til bjargar eða eflingar miðborginni voru m.a. þau, að setja á laggirnar Karnival, annaðhvort um vor eða haust, og ráð- ast að auki í markhópagreiningu. Þá mætti opna heimasíðu á Netinu, sem t.d. myndi heita miðborgin.is eða laugavegur.is, og til að komast í samband við unga fólksins væri væn- legt að róa á mið SMS og VIT með ýmsum tilboðum og leikjum. Þá mætti taka upp aukið samstarf við út- varpsstöðvar og fá götulistamenn til liðs. Einnig myndi það styrkja miðbæinn, að rýmka reglur vegna götusölu. Langtímamarkmið voru sérhæfing og samstarf líkra verslana, að fá líf í Hljómskálagarðinn, að fjölga skólum í miðbæn- um, fjölga fyrirtækjum í miðborginni og leggja þar áherslu á þekkingar- fyrirtæki, fjölga ferða- skrifstofum, en þar er bara ein um þessar mundir, og koma í veg fyrir flótta verslana og þjónustuaðila. Þá mætti byggja skýli yfir hluta Lauga- vegar, koma á fót íbúðabyggð í Skuggahverfi og á flugvallarsvæðinu, hreinsa miðborgina af „súlustöðum“, tryggja góðar samgöngur og bíla- stæði og samræma skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Og að endingu sögðu þremenn- ingarnir að nauðsynlegt væri að miðbærinn hefði eitthvert grípandi slagorð og lögðu til að það yrði: „Sál- in í Reykjavík býr í miðbænum.“ uga að áhrifum Smáralindar javík num                     7*% 1 - .  ##/ !!!!   0/ " " # " " 0 +" #" # # # " $ ! + ++" 01.2 01.2 03+ 2 -.2 -342 -132 -1+2 -112 -1.2 -5+2 -,+2 .4   ##/  -  ##/  Morgunblaðið/RAX auknu lífi og fjöri í miðbæ Reykjavíkur, ef á að gert er að taka í notkun á haustdögum. Unga fólkið laðast að stór- mörkuðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.