Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLTAF kemur upp öðru hvoru umræðan um ofbeldi gegn lögregl- unni og þurfa þeir oft að sæta því vegna vinnu sinnar. Það er auðvitað slæmt að þeir verði fyrir ofbeldi al- mennings en þetta er áhætta sem þeir þurfa óhjákvæmilega að taka. Nú er svo komið að ofbeldi hefur færst mjög í aukana og ofbeldi gegn lögreglu verður æ grófara og algeng- ara en áður. Eins og við vitum hefur fíkniefnaneysla aukist til muna og of- beldi tengt henni orðið grimmara, sem er mjög slæmt mál. En það sem mér finnst verra er að þetta bitnar á saklausum borgurum og þeir, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af, og þá á ég við vegna minniháttar glæpa eða jafnvel engra, sem alltaf getur komið fyrir, verða oft fyrir enn harð- ari átökum fyrir vikið. Það sem mér finnst slæmt er það að vegna alls þess ofbeldis sem lög- reglan hefur orðið fyrir er hún farin að líta á flestalla borgara sem hættu- lega, eðlilega svo sem, og beitir þar af leiðandi sams konar aðgerðum gegn þeim einstaklingum sem ekki eru jafn hættulegir og þeir sem lög- reglan hefur orðið fyrir barðinu á. Ég er alls ekki að segja að þetta sé algilt meðal lögreglumanna og -kvenna, en eftir því sem ég hef orðið vitni að og eftir því sem maður heyr- ir er þetta því miður einum of al- gengt. Hversu oft hefur maður ekki heyrt að almenningur hafi orðið fyrir ofbeldi lögreglu, hvort sem það eru of harðar barsmíðar eða það að pip- arúða hafi verið sprautað framan í fólk sem hefur ekkert verið að gera af sér? Auðvitað veit maður ekki hundrað prósent hvort þetta er satt og rétt, en maður getur sér til og byggir á því sem maður verður vitni að. Ég hef kynnt mér lögreglulögin og komist að því að það er afar auðvelt að mistúlka dálkinn þar sem fjallað er um vald lögreglunnar við störf sín og leyfi til að beita ofbeldi. Geta óhæfir einstaklingar innan lögregl- unnar auðveldlega misskilið og mis- notað þetta, og er þá hinn almenni borgari í algjörlega valdlausri stöðu gagnvart lögreglunni sem getur þá frekar falið sig á bak við vald sitt. Ofbeldi leiðir af sér enn meira ofbeldi Ég tel að ofbeldi leiði af sér enn meira ofbeldi og þess vegna held ég að lögreglan sé farin að verða fyrir enn meiri og harðari árásum en áður. Hins vegar finnst mér það alveg fólskulegt þegar verið er að ráðast á lögregluna einungis vegna þess að þetta er lögreglan, eins og maður hefur oft orðið vitni að. Það ætti alls ekki að eiga sér stað og er afskap- lega rangt. Málið er það að almenn- ingur er búinn að mynda sér svo slæma skoðun á lögreglunni, kannski vegna þess að lögreglan hef- ur boðið upp á það að einhverju leyti með því sem á undan er gengið, kannski ekki, en því miður er þetta orðið svona einhverra hluta vegna. Þetta leiðir til þess að almenningur sýnir lögreglunni meiri skæting en áður vegna þess að margir hverjir eru hættir að bera nokkra virðingu fyrir lögreglunni vegna þess ofbeldis sem þeir hafa sýnt saklausum borg- urum og leiðir þar af leiðandi til þess að lögreglan fer í enn meiri vörn en áður. Þetta segir bara eitt; ofbeldi leiðir af sér enn meira ofbeldi. Og hvað er þá til ráða? Ég ætla nú ekki að fara að koma með einhverjar lausnir, enda hef ég þær ekki, heldur ætla ég aðeins að benda á það sem ég tel að sé ástæðan fyrir auknu ofbeldi gagnvart lögreglunni. Ég hef rætt þetta við fjölda fólks og hef eðlilega heyrt ýmsar skoðan- ir. Ég get til dæmis sagt frá því sem ónefndur aðili sagði við mig að ef við almenningur fengjum að vera með lögreglunni nokkur skipti og sjá það sem þeir verða fyrir myndum við sennilega skilja þeirra afstöðu. Lík- lega rétt, vegna þess að ég efa það ekki að lögreglan verður fyrir miklu ofbeldi og vanvirðingu frá þeim sem hún þarf að eiga afskipti af en það réttlætir það ekki, að mínu mati, að lögreglan þurfi að sýna það á móti og sérstaklega ekki við almenning sem hefur jafnvel ekki gert neitt af sér. Lögreglan þarf að vera góð fyr- irmynd, og hún verður að geta greint á milli þeirra sem eru stórhættulegir og þeirra sem eru minna hættulegir og það þýðir ekki að nota sömu að- ferðirnar á alla. Persónulega hefði ég haldið að þegar verið er að þjálfa lögreglufólk til starfa sé því kennt að gera greinarmun á fólki eftir því hversu hættulegt það er, en eftir því sem ég hef komist næst er þetta ekki gert. Sem betur fer er fólk innan lög- reglunnar sem getur greint þarna á milli, en við erum auðvitað öll mis- jöfn og það gildir um alla, líka lög- regluna. Góð fyrirmynd Til þess að lögreglan geti hlotið þá virðingu sem hún á skilið verður hún að geta sýnt fram á að hún sé al- menningi góð fyrirmynd. Það er til fullt af dæmum um að lögreglan stendur sig alls ekki í því, meðal ann- ars úr umferðinni, þar sem maður verður oft vitni að því að lögreglan fer sjálf ekki að settum reglum og hvernig er þá hægt að ætlast til að almenningur geri það? Það sama á við um ofbeldi og framkomu. En því miður er það alltaf þannig að þeir fáu sem ekki standa sig setja svartan blett á alla hina og þá gildir það sama um almenning, lögregluna og allar aðrar stéttir þjóðfélagsins. MARÍA KRISTÍN STEINSSON, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Lögreglan, almenningur og ofbeldi Frá Maríu Kristínu Steinsson listakonu:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.