Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 7,8 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 1,6 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf KB banka, um 758 milljónir króna. Mest hækkun varð á bréfum KB banka, 1,5%, en mest lækkun varð á bréfum Flögu, 3,7%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,64% og er hún nú 4.590,78 stig. KB banki hækkaði mest ● DÆGURVERÐ á 95 oktana blý- lausu bensíni heldur áfram að lækka á heimsmarkaði og við lokun mark- aðar í Rotterdam í fyrradag kostaði tonnið 552 dollara. Lækkaði það um 11 dollara frá deginum áður. Þetta er lægsta verð á bensíni síðan 3. júlí sl. en þá kostaði tonnið 548 dollara. Verð á hráolíu hefur einnig lækkað verulega á síðustu vikum en eins og komið hefur fram náði það um 70 dollurum á fatið fyrir ekki svo löngu síðan. Um miðjan dag í gær kostaði fatið af hráolíu af Brent-svæðinu í Norðursjó 56,29 dollara en á Nymex- hrávörumarkaðnum í New York kost- aði fatið 59,45 dollara. Er það í fyrsta skipti í þó nokkurn tíma sem fatið fer niður fyrir 60 dollara á Nymex. Enn lækkar bensín á heimsmarkaði ● ÁLVERÐ á markaði í London fór upp í 2.000 dollara á tonnið í vikunni og hefur ekki verið hærra síðan í febrúar, en þá hafði ekki sést jafn hátt álverð í mörg ár. Eftirspurn eftir áli er gríðarleg, að því er fram kemur í grein Financial Times, en talið er að þörfin á heimsmarkaði fari úr 31 milljón tonnum á þessu ári upp undir 35 milljónir tonna árið 2007. Í sömu grein er sagt frá fjárfestingu fyrirtæk- isins Vedanta í nýju 400 þúsund tonna álveri á Indlandi. Fyrir er Ved- anta með tvö álver í landinu en þessi fjárfesting kemur fyrirtækinu í hóp tíu helstu álframleiðenda í heimi. Stærstir eru Alcoa og Alcan. Álverð ekki hærra í átta mánuði , - .  /   - .01+ /02 3 !  &' ()* * (          !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21 '$  3   + ' ,       /) & $%  #/ )2$  4- $%    ,     $  56-2  7! 2    89  $  8- -/ :;!! $!/ ) ) $  < $$  ) $  - . /  - % =;22)  "$% >/ & $%   !"# . 1? ! .) $%  :@ @  01 23  4A=B .>)  )  -)         0   0    0   0    0 0 0 0 0 -; $! 1 ; )  -)   0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 C  DE C DE C 0 DE 0 0 0 C 0  DE C DE 0 C 0DE 0 0 C DE C DE 0 0 0 0 C DE 0 C 0 DE 0 0 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ : ') >  %! F * .               0    0      0    0     0 0   0 0 0                                                                < )   > +G  :# H !$  2 % )     0 0  0  0   0 0 0 0 0 :# 0F <-!$ ;  ') ● VÍSITALA íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu, sem Fasteignamat rík- isins reiknar út, hækkaði um 0,9% frá fyrra mánuði. Undanfarna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 3,7%, um 12,6% síðustu 6 mánuði og um 37% síðustu 12 mánuði. Í ágúst lækkaði vísitalan um 0,6%. Fram kemur í Morgunkorni Grein- ingar Íslandsbanka í gær að þrátt fyrir hækkunina í september hafi dregið úr hækkun íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu að undanförnu. Íbúðaverðið hafi hækkað um aðeins 0,3% síðustu tvo mánuði sam- anborið við 2,7% hækkun síðustu tvo mánuðina þar á undan. Hækk- unin í september gefi þó til kynna að enn sé þrýstingur til verðhækk- unar á íbúðamarkaði þótt hann sé mun minni en hann var á fyrri hluta árs. Greining Íslandsbanka segir að ýmsar skýringar séu á því að dreg- ið hafi úr hækkun íbúðaverðs að undanförnu. Bankarnir virðist til dæmis hafa dregið nokkuð úr lána- framboði sínu á síðustu mánuðum með því að herða reglur um lánveit- ingar vegna íbúðakaupa frá því sem var fyrr á árinu, þegar samkeppnin á lánamarkaði var hvað hörðust. Íbúðaverð hækkaði í september ÍSLENSKA yfirtökunefndin gæti þurft að setja strangari viðmiðunar- reglur en gilda í Bretlandi um það hvenær samstarf eða samvinna hlut- hafa í fyrirtæki sé þess eðlis að yfir- tökuskylda skapist. Þetta sagði Noel Hinton, varafor- maður bresku yfirtökunefndarinnar, á ráðstefnu sem haldin var í gær um yfirtökur skráðra félaga og starf- semi yfirtökunefnda. Smæð íslenska samfélagsins, þar sem „allir eru í sama Rótarýklúbbnum“, eins og einn ráðstefnugesta orðaði það, hef- ur áhrif á það hvernig meta á tengsl fólks þegar að yfirtökum kemur. Hundsa þá sem virða ekki nefndina Í ávörpum Hintons og Viðars Más Matthíassonar, formanns íslensku yfirtökunefndarinnar, var einnig tekið á lagalegri stöðu slíkra nefnda, en yfirleitt stofna markaðsaðilar yf- irtökunefndir en ekki opinberir að- ilar og skortir þær því allar þving- unar- og viðurlagaheimildir. Spurningin sem vaknar er hvernig yfirtökunefndir geti yfirhöfuð starf- að þegar markaðsaðilar geta, að því er virðist, virt álit nefndanna að vett- ugi. Í Bretlandi komu stofnaðilar sér saman um að hundsa þá sem ekki sinntu álitum nefndarinnar þar í landi. Segir Hinton að þessum óformlegu viðurlögum hafi aðeins Strangari viðmið um yfirtökuskyldu? Morgunblaðið/Golli Hundsun Yfirtökunefndir geta aðeins beitt óformlegum viðurlögum sé ekki farið að tilmælum þeirra og er hundsun eitt þeirra. verið beitt einu sinni, en vissan um að þau séu til staðar haldi mönnum í skefjum. Viðar segir íslensku nefndinni það nauðsynlegt að slíkur stuðningur sé til staðar frá stofnaðilum yfirtöku- nefndar, til að mynda með þeim hætti að stofnaðilar veiti þeim enga aðstoð, t.d. við fjármögnun, sem ekki fari að tilmælum nefndarinnar. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ICELANDAIR hefur skipt um þjónustuaðila á flugvöllunum í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, eftir að hafa sagt upp samningum sínum við SAS. Þjónustan sem um ræðir er afgreiðsla farþega og far- angurs fyrir flug félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Þar segir að í Kaupmannahöfn og í Osló verði afgreiðsla farþega og farangurs hjá Servisair. Við þessa breytingu flyst innritun í af- greiðslubyggingu 2 á Kastrup-flug- velli í Kaupmannahöfn en í dag er hún í byggingu 3. Innritun í Osló verður á sama stað. Í Stokkhólmi verður afgreiðsla farþega og farangurs hjá Nordic Aero. Innritun verður í sömu bygg- ingu og hingað til hefur verið. Á undanförnum árum hefur Ice- landair keypt þessa þjónustu af flugvallarþjónustu SAS-flugfélags- ins en að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa FL Group, hafa þessar breytingar ekk- ert með vangaveltur um framtíð samstarfs dótturfélaga FL Group við SAS. Hann segir að þetta hafi verið í farvatninu í einhverjar vikur en eins og greint var frá í Morg- unblaðinu 29. september síðastlið- inn ætlar SAS að segja upp 300 starfsmönnum, meðal annars vegna þess að félagið missti samning við Icelandair. Í tilkynningu Icelandair kemur fram að farþegar á viðskiptafarrými fái áfram aðgang að betri stofum SAS á flugvöllunum. Icelandair skiptir um þjónustuaðila á Norðurlöndum Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is LANDSBANKI Íslands hefur tekið þá ákvörðun að lækka hámark íbúðalána sinna úr 90% í 80%. Bankinn til- kynnti þetta í gær. Í tilkynning- unni segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að aðstæður á fasteignamarkaði séu að breytast og að ekki sé gert ráð fyrir að áframhald verði á þeim hröðu verðhækkunum sem átt hafa sér stað að undanförnu. Við slíkar að- stæður megi lítið út af bregða hjá lántakendum til þess að fjárhagur þeirra raskist verulega, sérstak- lega þar sem um verðtryggð lán sé að ræða. Grípur Landsbankinn til þessara aðgerða til að „draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eign- arinnar.“ Bankinn segist einnig gera þetta til að slá á þenslu í þjóð- félaginu og styðja Seðlabankann í því markmiði að halda verðbólgu í skefjum og viðhalda efnahags- legum stöðugleika. „Að mati bankastjórnar Lands- bankans hafa bæði bankinn og við- skiptavinir hans hagsmuni af því að það markmið nái fram að ganga,“ segir í tilkynningu Lands- bankans. Landsbank- inn lækkar hámark íbúðalána HAGNAÐUR af rekstri Nýherja á þriðja ársfjórðungi nam 4,3 milljón- um króna eftir skatta en var 36,3 milljónir króna á sama ársfjórðungi á síðasta ári. Hagnaður félagsins fyr- ir fjármagnsgjöld og afskriftir í ársfjórð- ungnum (EBITDA) var 29,4 milljónir króna en var 72,9 milljónir króna í sama fjórðungi árið áður. Rekstrartekjur fjórðungsins námu 1.366 milljónum króna en voru 1.326 milljónir króna á sama fjórð- ungi árið áður og hækkuðu því um 3%. Sala hugbúnaðarleyfa minnkaði á milli fjórðunga en önnur vörusala jókst um 4% og þjónustutekjur juk- ust um 32% á milli fjórðunga. Tap af rekstri dótturfélaga nam tæpum 11 milljónum króna. Bókfært eigið fé Nýherja í lok fjórðungsins nam 1.256 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall 47,7%. Aukið hlutafé Stjórn Nýherja samþykkti nýlega að hækka hlutafé félagsins um 10 milljónir króna að nafnvirði. Í til- kynningu til Kauphallarinnar segir að hlutaféð verði nýtt til að efna samning við seljendur Applicon AS sem Nýherjasamstæðan samdi um kaup á í byrjun þessa mánaðar. Útgáfugengi hlutanna er 13,25 krónur/hlut og er söluverð hlutafjár- ins því 132,5 milljónir króna. Jafn- framt nýtir Nýherji eigin hluti að nafnverði 664.440 í sama skyni miðað við sama gengi. Nýherji hagnast um 4,3 milljónir króna FARÞEGAR Icelandair í september voru tæplega 132 þúsund og fjölgaði þeim um 14,7% frá því í september í fyrra, en þá voru þeir 115 þúsund. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 79% og hækkaði um 2,8 pró- sentustig frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um 14,5% og eru þeir rúmlega 1,2 milljónir. Sætanýt- ing hefur batnað um 2,5 prósent og er á fyrstu níu mánuðum ársins 78,2%. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 6% í september og voru þeir rúmlega 28 þúsund. Þeim hefur fjölgað frá ára- mótum um 3,5%. Fluttum tonnum Icelandair Cargo fjölgaði um 11,7% frá fyrra ári og voru þau rúmlega 3.200 í mánuðinum. Þeim hefur fækkað á fyrstu níu mánuðum ársins um 0,1%. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, segir fjölgun farþega hjá Icelandair í september, og það sem af árinu, afar ánægjulega. „Það var tekin ákvörðun um að auka sæta- framboð Icelandair mikið fyrir árið, og salan hefur gert gott betur en að fylgja því eftir, þannig að sætanýting er 2,5 prósentustigum betri en í fyrra, sem er mjög jákvætt,“ segir Jón Karl í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Farþegum fjölgar um 14,7% 5 %I .J8       D D :.= K L       D D A A  7,L       D D *L 5 -        D D 4A=L KM ($-         D D
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.