Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 23 ERLENT Fjölskyldan hefur það hollt og skemmtilegt saman. Allir krakkar verða í skýjunum í dag! Rosafjörug Latabæjarhátíð með Icelandair í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli kl. 14 -16 í dag. Strákarnir sprella og leika við börnin. Nylon syngur nokkur vinsælustu lögin. Íþróttaálfurinn kemur krökkunum á hreyfingu.Landsliðsmenn sýna boltaþrautir. Skemmtiatriði Latibær fer í loftið með Icelandair Icelandair og Latibær hafa gert með sér samstarfssamning. Allir krakkar, sem ferðast með Icelandair, geta fengið hollan Latabæjar-barnamatarbakka, Latabæjarlitabók og ýmislegt fleira. Þáttur úr Latabæ verður í sjónvarpinu í hverri flugferð og sérstök Latabæjarrás í heyrnartólunum. Bílastæði eru á merktum svæðum í kringum flugvöllinn, á bílstæðum Háskólans og hjá húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Skutlur frá Hertz aka fólki til og frá bílastæðum Háskólans og Íslenskrar erfðagreiningar. Happdrætti þar sem eru í vinning fjölskyldu- ferðir í Disneygarðana í París og Orlando. Minnum á nýja barnaafsláttinn! Allir krakkar fá litabækur og blöðrur. Hollt nammi, ávextir, grænmeti, safi og kaffi handa pabba og mömmu. Glæsilegir ferðavinningar Foreldrar , takið myndavél arnar me ð! LÖGMAÐUR sem tekið hafði að sér að halda uppi vörnum í máli eins af undirsátum Saddams Husseins, fyrrum Íraks- forseta, fannst látinn í Bagdad í morgun. Maðurinn hafði verið myrtur. Lögmanninum, Sadoun Nasouaf al-Janabi, var rænt á fimmtudag er vopnaðir, óþekktir menn réðust inn á skrifstofu hans í höfuðborg Íraks. Lík hans fannst í gærmorgun við mosku í norðurhluta Bagdad og voru skotsár á brjósti hans og höfði. Samband íraskra lögfræðinga lýsti því yfir í gær að morðið myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir réttarkerfið í land- inu. „Þetta mun koma í veg fyrir að lögmenn geti tekið að sér mál þeirra sem í haldi eru af pólitískum ástæðum,“ sagði tals- maður samtakanna. Lögmaðurinn hugðist halda uppi vörnum fyrir Awad Al- Bandar Al-Sadun. Sá var á miðvikudag leiddur fyrir rétt ásamt Saddam Hussein og sex öðrum. Mennirnir eru sakaðir um að bera ábyrgð á fjöldamorði sem framið var í Írak árið 1982. Með þessu hófust réttarhöld yfir Saddam og undirsátum hans. Þetta var fyrsta ákæran af mörgum sem forsetanum fyrrverandi verða birtar. Sjálfum réttarhöldunum hefur verið frestað til 28. næsta mánaðar. Eftir því sem næst verður komist hafa 13 lögmenn tekið að sér að halda uppi vörnum fyrir sakborningana í málinu. Þykir nú sýnt að viðkomandi kunni að vera í mikilli lífshættu. Nöfn fjögurra þeirra fimm dómara sem koma munu að rétt- arhöldunum yfir Saddam og samverkamönnum hans hafa ekki verið birt. Nöfn forseta réttarins og saksóknarans eru þau einu sem gerð hafa verið opinber. Íraskur lög- maður myrtur FELLIBYLURINN Wilma kom upp að ströndum Yucatan- skaga í Mexíkó í gær þar sem hann reif upp tré með rótum og kubbaði í sundur rafmagnsstaura. Myndin er frá bænum Cancun en bylnum fylgdi mikið úrhelli. Áður höfðu tugþús- undir ferðamanna verið fluttar í öruggt skjól. Bylurinn var í gær í fjórða og næstefsta flokki en það veldur áhyggjum að hann fer mjög hægt yfir og miðja hans er óvenjuum- fangsmikil. Er hann því hættulegri en ella. Búist er við að hann taki stefnuna á Kúbu, þar sem um 300.000 manns hafa verið flutt til, og síðan á Flórída. Nú er talið að hann geti komið þangað á mánudag eða nokkru síðar en áður var tal- ið. Reuters Fárviðri á Yucatan-skaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.