Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 30

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 30
30 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út skáldsöguna Næturvaktina eftir Kirino Natsuo í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar. Aðalsöguhetj- an er ung kona sem búsett er í úthverfi Tókíó og slysast til þess að drepa eig- inmann sinn í bræðiskasti. Til að losna við líkið leitar hún að- stoðar hjá þrem- ur konum sem starfa með henni á næturvöktum í skyndiréttaverk- smiðju. Framundan er ófyrirsjáanleg atburðarás þar sem konurnar fjórar, óreyndar en kaldrifjaðar, leita allra leiða til að koma sér úr snöru lögregl- unnar. Í bókinni er skyggnst inn í grimm- úðlegan glæpaheim Tókíóborgar og dregin upp áhrifarík mynd af hinu þverstæðukennda japanska sam- félagi. Næturvaktin hlaut meðal annars verðlaun sem besta glæpasagan og besta skáldsagan í Japan 2003. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála, auk þess sem hún var nýlega kvik- mynduð. Bookwell í Finnlandi prentaði og Ásta S. Guðbjartsdóttir hannaði kápu. leiðbeinandi verð kr. 4.280. Spennusaga Út er komið myndskreytt ritverk um sögu Verzlunarskóla Íslands 1905– 2005. Höfundar bókarinnar eru Lýður Björnsson sagn- fræðingur og Sig- rún Sigurðardóttir menningarfræð- ingur. Ritstjóri bókarinnar er Jón Karl Helgason. Höfundarnir tveir nálgast viðfangs- efnið úr sinni átt- inni hvor svo að úr verður nýstárlegt sagnfræðiverk þar sem saga skólans fléttast saman við sögu landsins og þá einkum sögu ungs fólks á Íslandi á 20. öld. Auk þess fá raddir fjölda einstaklinga sem komið hafa við sögu skólans, bæði nemenda, kennara og stjórnar- manna, að hljóma. Í bókinni eru auk þess yfir 500 myndir sem fela í sér heilmikla frásögn og varpa nýju ljósi á sögu skólans. Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir eru myndarit- stjórar bókarinnar. Bókin er 286 bls. í stóru broti, til sölu í Verzlunarskóla Íslands og í verslunum Pennans-Eymundssonar. Saga Verslunar- skóla Íslands BUBBI Morthens og Robert Jack- son fagna hér útgáfu bókarinnar Storlax, enskri þýðingu bókarinnar Djúpríkisins sem kom út fyrir jólin í fyrra, í veiðiversluninni Farlows í London. Viðstaddur var aragrúi fréttafólks og fólk úr heimi lax- veiðinnar, sem hlýddi á söguna af því hvernig samstarf Roberts og Bubba um bókina var tilkomið, en þeir kynntust við laxveiðar í Hofsá þar sem hugmyndin að bókinni varð til. Bókin kemur út hjá barna- bókaútgáfunni Meadowside Books í Bretlandi. Stórlaxi fagnað flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergiðFréttir í tölvupósti Skólavörðustíg 21 sími 552 2419 Hátíð í bæ Ný sending komin Mikið úrval af skrautmunum, kommóðum, skápum, langborðum og skattholum Verið velkomin Ný málverk eftir Sjöfn Har. Kynning á verkum skosku listakonunnar Ishbel Macdonald. Silkiþrykk, myndefni: náttúrufegurð norður-Skotlands og fuglalíf. il i , f i: f l f l líf. Opið þri. - fös. frá kl. 12-18 lau. 12-16. Bútasaumur Antik silki og annað úrvals silki fyrir bútasaum Shanko silki Skólavörðustíg 22c • 101 Reykjavík • Sími 551 0661 www.shankosilk.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.