Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 5
119 -
Þegar þeir geta eigi fengið lánsupphæð, sem nemur ’/&
hluta af virðingarverði jarðar sinnargegnl. veðrétti í henni
— þó að kostajörð sé í miðri sveit — þá virðist tími tii kom-
inn að bændur fari að vakna, og búa sér betur í hendur.
III.
Önnur leiðin, sem eg vildi bendaáog hérávið, er að
bændur myndi sér sjálfir peningastofnanir í landinu. Stofn-
féð verði sem mest þeirra eigin sparifé, svo að fyrirtækin
verði þeim nátengd og kær. Mætti á þennan hátt sameina
þau hlutverk, sem sumpart kaupfélög, sumpart smáspari-
sjóðir víðsvegar um land, hafi rekið um hríð.
Eg hugsa mér þetta framkvæmt þannig, að í hverri sýslu
á landinu verði stofnaður einn sjóður — nokkurskonar
„héraðsbanki" — af fé því, sem fáanlegt er innanhéraðs í
ýmsum sjóðum, og af innlögum einstaklinga; ennfremur
með tilstyrk eða framlögum úr þjóðbanka í Rvík, jafnskjótt
og sjóðirnir kæmust á laggirnar, eins og síðar mun á vikið.
Héraðssjóðir mætti eigi stofnast með minna en 2 — 800
þús. krónum til þess að þeir gæti vel borið daglega starf-
rækslu og dugandi stjórn. — Héraðssjóður sje eign hér-
aðsbúa og lúti yfirstjórn sýslunefndar; hún hefir ennfrem-
ur á hendi eftirlit og ábyrgð á rekstri sjóðsins. Allur arð-
ur af starfsemi sjóðsins, að frádregnum kostnaði við stjórn
hans og starfrækslu, svo og varasjóðshlut, rennur í sýslu-
sjóðinn.
Slíkur héraðssjóður mundi bæði varðveita féð og ávaxta
tryggilegar en smásjóðirnir, og fullnægja betur peninga-
eftirspurn manna en þeim er unt. Einkum af þeirri ástæðu
að hann fengi fremur stór lán hjá bönkunum og veitti
peningunum inn í héraðið. — Tvö héruð gæti, að minsta
kosti í byrjun, sameinað sig um eina sjóðstofnun, ef hent-
ara þykir og þau eiga sókn að sama kaupstað.
— Starfræksla hinna stærri sparisjóða, sem til eru hér á
landi, hefir hepnast vel og reynslan sýnir að þeir geta, í
traustum höndum, borið reksturskostnaðinn og gefið ein-
i staklingnum hærri vexti af innlögum sínum en bankarnir-