Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 22
136 -
Vöruflutningaskipin koma á hverja færa höfn, þar sem um
nokkurn verulegan þungavöruflutning er að ræða, og vera
mánuð í hverri hringferð. F*au fara því 12 ferðir á ári hvort,
og koma á hvern fastan viðkomustað með hálfs mánaðar
millibili. Kauptún, eins og Búðir, Blönduós, Hofsós, Kópa-
sker og Bakkafjörður, fengju þannig beint samband við
hverja aðra færa höfn á landinu 24 sinnum á ári. En ein-
mitt héruðin, sem liggja að smáhöfnunum, hafa hingað til
orðið harðast úti, eins og samgöngunum hefir hingað til
verið háttað. í vöruflutningaskipunum mundi nægilegt að
væri eitt hreinlegt farrými fyrir 10-15 farþega, því að með
þeim mundu menn ekki ferðast að jafnaði, nema hafna
milli.
Póstskipin tvö fara stöðugar hringferðir um landið, hvort
á móti öðru, og eru 10 daga á Ieiðinni til og frá höfuð-
staðnum. Ef austanbáturinn hefir lagt af stað 1. maí úr
Reykjavík, er hann staddur 5. maí á Akureyri, á vesturleið.
Pá fer hinn báturinn úr Reykjavík og 2Vz degi síðar farast
þeir hjá á ísafirði. Péssi skip þurfa að hafa tvö góð farrými.
Annað dýrara fyrir pálægt 20 manns, hitt ódýrara en þó
mjög gott, fyrir 100 manns. Petta farrými skyldi miða við 2.
farrými í járnbrautarlestum erlendis, þar sem best er frá geng-
ið, t. d. á Englandi, svó að alþýða manna hér á landi gæti
ferðast með strandferðaskipunum eins og siðað fólk með
járnbrautum erlendis. Farkostur sá, sem þjóðfélagið leggur
fram, þarf að vera svo úr garði gerður, að aðbúnaðurinn
venji þjóðina fremur á þrifnað og góða siði, heldur en við-
bjóðslegan skrælingjaskap, eins og »Iestar«-veran hefir gert
og gerir enn. Póstskipin kæmu yfirleitt á eina höfn í sýslu,
öruggustu höfnina og þá sem best lægi við landflutning-
um. Sumir hlutar landsins yrðu þó að vera út undan, eink-
um suðurláglendið. Mjög mikið mundi þó rætast fram úr,
að því er þau héruð snertir, ef Þorlákshöfn verður bætt
svo, að stór skip geti legið þar, hvernig sem veður er. Eft-
ir rannsókn Jóns verkfræðings ísleifssonar er þetta fremur
auðvelt verk, enda vaknaður mikill áhugi austan fjalls að
koma því máli í fra'mkvæmd. Hér er því búist við, að