Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 77
- 101-
Þó að þetta ráð væri ekki tekið, þá er hitt fyllilega dag-
skrármál, að eitthvað sé gert meira en nú er til þess að
glæða hið andlega fjör og mentalíf þjóðarinnar og veita
straumum um iandið, er styrkja sannfæringarþrótt og frelsi
einstaklinganna.
Hs *
*
Við eigum vita, eins og aðrar þjóðir, sem leitt hafa fram
hjá mörgum skerjum og bent í áttina með dæmum sínum
— rnenn, sem börðust gegn kúgun og dauða í stjórnmál-
um, atvinnumálum og andlegum málum. Við tendrum Ijós-
in á minningarafmælum Jóns Sigurðssonar, Skúla Magnús-
sonar og Hallgríms Péturssonar. Vonandi er að æskan —
og þjóðin í heild sinni — finni til áhrifa og verði snortin
á þeim augnablikum, að hún glöggvi betur en áður geisl-
ana og ylinn í lífinu — dagsbjarmann, sem býður að vakna
úr dvala — og láti svo leiðast af honum eins og kvistur-
inn undir gaddinum. — Á þennan hátt finst mér að slík
minningarafmæli kunni að hafa eitthvert gildi. Sá, sem hætt-
ur er að geta orðið snortinn »er á vegi til grafar«. Og hitt,
að halda upp á afmæli mannkynsfrelsara einu sinni á ári
eða hundraðasta hvert ár, einungis til þess að fuilnægja
siðvenjunni og tolla í tízkunni, hygg eg að leiði til hins
sama, og sé með öllu þýðingarlaust.
* ♦
Við eigum enn ljósbera á meðal okkar. Menn, sem taka
á móti geislunum úr austri og vestri, eftir þeim vegum,
sem andinn einn getur komist. Menn, sem hafa frjálshug
og andagift til að samrýma það, er vísindi og sálarfræði
nútímans telja sannast og göfgast í fornri speki og niður-
stöðu nýjustu ransókna. Menn, sem hafa einurð og vilja
til að miðla öðrum af yl sínum og fróðleik. Helztu bók-
mentahöfundar og andlegir Íeiðtogar vinna þetta göfuga
hlutverk, að gefa þeim sjón, sem ekki sér, sýna honum
þann veg, sem hann á að ganga — standa sjálfir úti í
myrkri og kulda hrópyrða og háðmæla og kveikja þar Ijós