Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 44
- 158 -
glapræði, að leggja í allan þann kostnað, sem af stofnun
slíks bylis Ieiðir, og byggja á því, að »einhversstaðar« verð-
ur hægt að »drífa upp« slægjuland, til þess að heyja handa
þeim bústofni, sem til vantar að býlið sjálft fóðri. Er að
vísu ekki að synja fyrir það að þau bygðarlög sé til, sem
hafi »ótæmandi« slægjulönd, en þess er að gæta, að slægju-
iöndin geta gengið kaupum og sölum í framtíðinni, og þá
verður ekki sagt fyrir, hvort þáverandi grasbýlisbóndi get-
ur fengið þau til afnota, ef enginn samningur er gerður
um fasta leigu á ákveðnu stykki fyrir býlið. Pað verður því
að leggja alt kapp á, að kaupa býlinu sem tryggasta »lífs-
ábyrgð* að hægt er, í óræktuðu engja- og beiti-landi, eink-
um meðan það er að komast á fastan fót, og fullræktast.
F*egar svo er komið, má vel vera að það geti komizt af
með það land, sem því hefir verið útmælt í fyrstu, ekki
sízt, ef bústofninn er aðeins nautgripir.
* *
*
Þetta mál, eða einstakir þættir þess, hafa á stöku stað
verið teknir til meðferðar í ræðu og riti nú nýlega. Má þar
helzt til nefna ritgerð í Andvara 1913, eftir Hallgrím Por-
bergssón fjárræktarfræðing. Var það erindi, er hann flutti á
búnaðarnámsskeiði, og kallar hann það »Aukið landnám«.
Vil eg benda mönnum á að lesa það. — Pá hafa einstak-
ar hliðar þessa máls verið til umræðu á búnaðarnámsskeið-
um, og síðast, en ekki sízt, má geta þess, að frumvarp um
grasbýlastofnun var flutt á Alþingi sumarið 1914. Fyrir
flutningsmanni — Jóhanni Eyjólfssyni í Sveinatungu —
virtist vaka, að þingið samþykti heimildarlög um að styrkja
mætti stofnun 10 grasbýla árlega, bæði með opinberum
framlögum og lánum. í nefnd snerist málið þannig, að
horfið var frá hugmynd frummælanda, en skorað á lands-
stjórnina að safna skýrslum um öll smábýli á landinu, er
ekki teljist jarðir. Afdrif frumvarpsins í þinginu urðu þau,
að það var tekið aftur af frummælanda.
Jafnvel þó lítill rekspölur kæmist á málið að þessu sinni
í þinginu, verður þó greiðara fyrir að taka það þar upp