Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 17
- 131 -
og duglegt fólk felli þannig niður vinnu um hinn stutta
bjargræðistíma. Að vísu má segja að samgöngur með strönd-
um fram séu nú í ár með allra lakasta móti vegna styrjald-
arinnar. En varla er mikið gerandi úr þeirri afturför með
því að íslensku eimskipin eru þó mun betri til fólksflutninga
en skip þau, sem við höfum átt að venjast áður, þó að
ferðirnar séu auðvitað mjög strjálar.
Enn er einn ókostur, sem jafnan hefir Ioðað við vistina
á strandferðaskipunum. Pað eru óþœgindin við ferðina.
Fyrsta farrými hefir að vísu á flestum hinum erlendu skip-
um verið miklu lakara en hreinlátir útlendingar telja viðun-
anlegt. Eg minnist að hafa heyrt efnaða Parísarkonu tala
með megnustu gremju um aðbúnaðinn á Vestu, eins og
hann kom henni fyrir sjónir fyrir nokkrum árum. Og hún
vissi um allmarga menn og konur, sem höfðu horfið frá
íslandsferð, er þau sáu fleytur Sameinaðafélagsins í hafnar-
kvíunum í Leith. Prátt fyrir þetta hefir fyrsta farrými á þess-
um skipum staðið fyrir hugskotssjónum flestra íslendinga
eins og væri það hin ágætasta fyrirmynd. Kom það af því,
að menn voru hér illu vanir og höfðu fátt til samanburðar.
Fyrir allan almenning var fyrsta farrými alt of dýrt, einkum
fæðið. — Flestir efnaminni menn, sem ferðast þurfa, nota
því annað farrými, og það sem afgangs er hröklast á þriðja
farrými (lestina, þilfarið). Annað farrými er á flestum erlendu
skipunum mjög lélegur farkostur, hirðing slæm og vafamál,
hvort hreinlætis er jafnan gætt sem skyldi. Ef ekki er skift
um rúmföt, þegar skiftir um farþega, getur af því hlotist
sýking og ýms önnur óþægindi. Farþegi á skipi, sem var
á leið héðan til útlanda, næstliðið vor, veitti því eftirtekt,
að á þilfarinu var stór hlaði af rúmteppum, sem farþegar
á öðru farrými höfðu notað á leiðinni kringum land. Og
hlaðinn var allur kvikur af óþrifum. Sjá allir hve viðbjóðs-
legt er fyrir hreinlátt fólk að verða að sæta slíkum farkosti.
Pó er annað farrými einskonar himnaríki í samanburði við
lestina, en f henni ferðast, því miður, flestallir alþýðumenn,
sem með skipum ferðast hér við land. Ber þar bæði til
8*