Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 41
155 -
liggur í augum uppi, að hér geta farið saman góð skilyrði
fyrir frumbýlinginn, og tiltölulega lítil útlát fyrir ábúanda
eða jarðeiganda.
Ekkert er því til fyrirstöðu, að frumbýlingur geti trygt
býli sínu beit, engi eða hvorttveggja, í landi annarar jarðar,
en býlið stendur á, ef það er þar fáanlegt, og getur komið
að notum, hvað afstöðu snertir.
Pá kemur fimta atriðið — grasbýlin.
Samkvæmt áliti nefndar þeirrar, er hafði grasbýlamálið til
meðferðar á alþingi 1914, þá er með því átt við býli, er
ekkert land hefði til umráða, annað en það sem til ræktun-
ar er ætlað, svo fljótt sem verða má, og framfleytti þá að
öllu leyti þeirri áhöfn, sem býlið bæri. — Þó getur auðvit-
að komið til mála, að slíkir »grasbændur« sætti tækifæri
með engjalán eða beitar, einkum fyrst í stað meðan landið
er að ræktast, en strax og slík hlunnindi gæti talizt föst við
býlið, svo búskapur þar bygðist á þeim, tel ég réttara, að
telja þau með næsta flokki á undan, því þá byggjast þau
á annari undirstöðu, en hin eiginlegu grasbýli — nefnilega,
ræktun landsins einni.
Þessari aðgreining er nauðsýnlegt að halda, því ef reynsla
á að fást fyrir því, hvort eiginleg grasbýli með þessum um-
merkjum geta þrifizt hér, þá má ekki blekkja með dæmum
af þeim býlum, sem byggja meira eða minna á afnotum
lands, utan við hið útmælda svæði býlisins, því þau geta
riðið alveg baggamuninn, hvort býlið verður byggilegt eða
ekki. Ennfremur fengizt þá aldrei ábyggilegur mælikvarði
fyrir því, hversu stórt ræktað land þyrfti til að framfleyta
nægilegri áhöfn handa meðal-fjölskyldu, þegar ekki er á
annað að byggja, en hið ræktaða land.
Ef litið skal til þess, hvaða vonir megi gera sér um af-
komu manna á slíkum grasbýlum, þá er þess fyrst að gæta,
að búast má við, að slíkur frumbýlingur hafi af litlum eig-
in efnum að taka, er hann byrjar búskap. Mætti gott heita,
ef hann ætti, aúk nauðsýnlegustu húsmuna og búsáhalda,
nokkuð af áhöfninni, sem til þarf. Yrði hann því, að hefja
Ián til þess að bera kostnað af húsabyggingum, girðingum,