Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 28
142 -
Áætlun þessi hlýtur að verða mjög lausleg, af mörgum á-
stæðum. Meðal annars fer kostnaðurinn mjög eftir því,
hvort verðhækkun sú, sem nú er á skipum, kolum og olíu,
helst eftir stríðið. Hér verður, að því er skipin snertir, lögð
til grundvallar áætlun, sem samgöngunefnd Alþingis 1914
bygði á tillögur sínar. Nefndin hafði fyrir sér allgóðar
heimildir frá þáverandi samgönguráðunaut stjórnarinnar, Olg.
Friðgeirssyni. Var svo til ætlast, að til strandferðanna væru
smíðuð tvö skip úr stáli, hvort um 400 smálestir. Verð
beggja um hálf miljón. Farrými væru þrjú. Fyrir 40 manns
á fyrsta, 50 á öðru og 100 á þriðja (lestinni). Nefndin ætl-
aðist ennfremur til að breyta mætti öðru farrými í geymslu-
rúm, ef á lægi. Kostnaður við alla starfrækslu skipanna
var áætlaður 25,900 kr. á mánuði en tekjur 13,500 kr. Tekju-
halli yfir þann tíma sem bátar þessir gegndu strandferðum
rúm 77,000 kr. Ferðir skyldu hefjast um miðjan apríl og
eigi enda fyr en um miðjan nóvember. Þar að auki skyldu
•skipin fara sína ferðina hvort til útlanda, um mitt sumarið,
eftir vörum. Ef gert er ráð fyrir að landið gerði út þrjú
strandferðaskip, yrði kostnaðurinn á mánuði um 40 þúsund
krónur, en tekjurnar ekki nema 20 þúsund. Tekjuhalli land-
sjóðs yrði þá 240 þús. á tólf mánuðum, og að margra áliti
meiri, með því að lítið yrði að gera að vetrinum. F*að er
160 þús. kr. meira en þingið 1914 bjóst við að landið legði
til strandferða nú í ár.
Þá koma flóabátarnir. Fjárveitingar til þeirra hafa samtals
verið um 50 þúsund +iin síðari ár. Sé sú upphæð hækkuð
um Iiðug 25%, vegna vetrarferðanna, verða það 65,000 kr.
Til að geta gert mér hugmynd um kostnaðinn við breyt-
ingunaá ferðum landpóstanna, sneri eg mér til þess manns,
sem einna best skyn ber á slíka hluti hér á landi. Hann rann-
sakaði hvað 36 ferðiráári mundu kosta, eftir þeim leiðum,
sem hér eru nefndar að framan. Lagði hann til grundvall-
ar, hvað ferðirnar kosta nú, og dró frá, það sem sparast
við að sleppa ferðum yfir fjöll og firnindi. »Mér telst svo
til,« segir hann, »að þessar 36 ferðir kosti 100—105 þús.
kr. á ári. Póstar eru stöðugt að fara fram á kauphækkun,