Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 48
162 -
Það er öllum kunnugt, sem nokkuð þekkja sögu þjóðar-
innar, að verzlunin hefir ætíð verið höfuðskilyrði fyrir af-
komu hennar. Saga íslenzkrar verzlunar er sama sem saga
þjóðarinnar, sagði dr. Konráð Maurer með fylsta rétti. Aft-
urför í verzlunarmálum og hnignun þjóðarhagsins í heild
sinni hefir jafnan fylgst að og verið hvort annars orsök og
afleiðing; en verzlunarólagið þó mikið fremur orsökin, að
mínu áliti. Og það er viðurkent af öllum, að á því tíma-
bili, sem talið er erfiðast af æfi þjóðarinnar (einokunartíma-
bilinu) hafi verzlunarólagið verið höfuðorsök allrar ógæfu.
Það hefir af mörgum verið talið mesta ólánið, sem ís-
lendinga hafi hent, þegar þeir glötuðu hinu stjórnarfarslega
sjálfstæði sínu, og ber því sízt að neita, að það hafi haft
margt ilt í för með sér fyr og síðar. En þó er það skoð-
un mín, að ef Iandsmenn hefði altaf rekið sjálfir verzlun
sína með eigin skipum, þá hefði þjóðin lítið haft að segja
af kúgun þeirri og ánauð, sem varð hlutskifti hennar eftir
að hún komst undir erlend yfirráð.
Pegar þjóðin hefir vaknað til meðvitundar um niðurlæg-
ingarástand sitt eða einstakir menn hafa risið upp með það
markmið fyrir augum að bæta hagi landsins, hefir verzlun-
in heldur eigi gleymst.
Ouðbrandur biskup vildi að Iandsmenn ræki sjálfir verzl-
un sína, og hóf framkvæmdir í þá átt, þó lítið yrði um
framhald og árangur. — í öllu starfi Skúla fógeta voru
endurbætur á verzlunarhögum landsins aðalatriðið; þar var
og beztur árangurinn. Og Jón Sigurðsson, sem bjó að
lokum um verzlunarfrelsið, eins og skáldið komst að orði,
áleit hagkvæma verzlun eigi aðeins rnikilvægt skilyrði fyrir
betri efnahag þjóðarinnar, heldur og grundvallaratriði fyrir
sjálfstæði hennar.
Störf ágætismanna þeirra, sem nú hafa verið nefndir —
og ýmsra fleiri — var upphaf viðreisnar lands og þjóðar
úr margra alda niðurlægingu. En þó þeim yrði vel ágengt,
var engum það Ijósara en þeim, hve mikið var eftir ógert,
til að hagnýta sér verzlunarfrelsið og koma viðskiftaiífinu á
hagkvæma braut. Starf það, sem þeir hófu með svo góðum