Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 9
Hausavíxl og fyrirmynd.
(Á fagnaðardegi kvenna 19. júní.)
Vér vitum það öll, að úti í heimi eru tímar nú meira en
alvarlegir. Hér á íslandi stendur öðru vísi á. Hér virðast
þeir skringilegir. í sumum efnum gerist nú skrítinn skop-
leikur á meðal vor. En því mun líkt farið um þennan skop-
leik þjóðlífs vors og góða skopleiki bókmenntanna, að íhug-
unarverð alvara leynist þar undir uppskafningshætti og
skrípalátum.
Ef útlendingur spyrði íslending um viðfangsefni vor á
þessum tímum, og ef landinn vildi satt segja, yrði hann,
meðal annars, að svara því, að merkir mennta- og andans-
menn vorir og efnilegir ungir menn, embættismenn og al-
þýðumenn nokkrir væru nú á kafi í önnum langt uppfyrir
höfuð í að breyta nöfnum sínum, skreyta þau og fegra, og
verðu til þess bæði hugvitf og býsnum öllum gf undarleg-
um lærdómi. Við svo göfugt efni fæst víðfleygur andi
þeirra, til þessa vinst þeim nú tími. Kveður svo ramt að
þessu, að þeir eru að fleygja því, gárungarnir, að bæta
þurfi við manni í stjórnarráðið, sökum sívaxandi annríkis
við umsóknir um nafnbreytingar, er nú drífa að hinu háa
ráði eins þéttan og kúlnahríð í stórorustu. Pessi skrípasótt
fór að stinga sér niður um líkt leyti og mislingarnir, hefir
magnazt og borizt út samtímis þeim, og sú er spakra spá,
að báðir sjúkdómar verði hér nú landlægir. Þessi nafnahé-