Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 50
164 -
í grein, sem birtist í Reykjavíkurblaði fyrir nokkrum ár-
um, var sýnt fram á það með góðum rökum, að skip, sem
héldi uppi samgöngum milli Reykjavíkur og vesturstrandar
Bretlands (Glasgow eða Liverpool) gæti farið alt að því
þrjár ferðir á hverjum mánuði. Og margir hafa leitt að því
góð rök, sem hér er eigi tækifæri til að flytja, að nauðsyn
væri að hafa samgöngur við önnur lönd en Danmörk. En
slíkum kenningum hefir ekki verið veitt sú athygli, sem vert
var; glöggur vottur þess er það, að fyrsta ferða-áætlun
Eimskipafélags fslands, sem var samin áður en Norðurálfu-
ófriðurinn hófst, lét Kaupmannahöfn vera endastöð allra
ferða fyrir skip sín erlendis.
Rað er líka auðsætt, að eigi hefir ófyrirsynju verið mælt
á móti leiðinni »austur undir Rússland«, þegar þess er
gætt, að ferðir þær, sem í seinni tíð hafa verið farnar frá
Reykjavík vestur til New-York, hafa tekið lítið lengri tíma
en ýmsar Kaupmannahafnarferðir millilandaskipanna, sem
héðan ganga.
— Næst er að athuga, hvort viðskiftin í Danmörku eru
eins hagkvæm og annarstaðar, eða eigi.
Eftir því, sem verzlunarfróðir menn segja, er einungis
örlítið af þeim vörum, sem keyptar eru í Danmörku af
okkur íslendingum, framleiddar af Dönum sjálfum. Megin-
hlutinn er keyptur að. Leiðir það af sjálfu sér, að við það
hafa vörurnar hækkað mjög í verði. Flutningur á vörum til
Danmerkur frá framleiðslustaðnum er venjulega eins dýr
og þó þær væri fluttar þaðan til íslands, getur jafnvel orðið
dýrari, svo sem frá Vesturheimi. Raðan er miklu styttri leið
hingað til lands en Danmerkur. Og auk þess, sem fer í
óþarfa flutninga, bætist við margfaldur kostnaður milliliða
— stórkaupmanna, umboðsmanna, miðlara o. s. frv.
En auk þess, sem ráða má af líkum, höfurn við dálitla
reynslu í því, að viðskiftin eru hagkvæmari við aðrar þjóð-
ir en Dani; og skal eg skýra það hér nokkru nánar.
Á þeim árum, sem við höfðum beinar samgöngur við
Rýzkaland, kom það í ljós, að ýmsar iðnaðarvörur þaðan
voru 20 — 30% ódýrari en frá Danmörku; og þótti slíkt