Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 57
171
Við íslendingar höfum eigi aðeins keypt mest af okkar
aðfluttu vörum í langa tíð af Dönum, heldur höfum við
líka sótt þangað alla erlenda mentun, fréttir, skemtanir og
yfirleitt allan andlega forða okkar. Peir sem hafa viljað
framast á einhvern hátt, hafa langflestir álitið, að frægðar-
leiðin lægi ekki í neina aðra átt en til Danmerkur. Af þessu
hefir það leitt, að kunnátta í öðrum málum en Dönsku er
nauðaiítil. En vankunnátta í Ensku og Þýzku er því meir
til hindrunar að skifta við þjóðir, sem þau mál tala, en
mörgum er Ijóst. Ættu allir þeir, sem hafa í hyggju að fást
við verzlun, að nema þessi mál hvorutveggju, um fram alt
Enskuna. Telja má þann mann færan í flestan sjó, sem
kann það mál. Fyrst og fremst getur hann skift við og
umgengist alla, sem á Ensku mæla (ca. 200 milj. manna)
og auk þess má komast af í flestum hafnarborgum annara
þjóða, geti maður talað Ensku, jafnvel þó þýzk bórg sé.
Það sést Iíka við nánari athugun, að þeir kaupmenn, sem
kunna önnur útlend mál en Dönsku, binda viðskifti sín
alls ekki við Dani. Er það sannfæring mín, að ef íslend-
ingar væri yfirleitt eins vel færir í Ensku og Þýzku og þeir
eru nú í Dönsku, þá væri viðskiftin við Dani fljótlega úr
sögunni.
— Ef eg ætti eina góða ósk — og aðeins eina — þá
myndi eg biðja um viljakraft handa íslendingum. Mátt hafa
þeir nokkurn, þrátt fyrir alt, og vits hygg eg að þjóðinni
sé ekki varnað. En viljinn — kjarkurinn — er helzt til lít-
ill. Hann er nú samt að vaxa Og mun meira þroskast hér
eftir. Er eg því vongóður um, að framfaramál þau, sem eg
hefi drepið á hér að framan — og auðvitað ótalmörg önn-
ur — eigi góða framtíð fyrir höndum.
6. 3.