Réttur - 01.12.1916, Blaðsíða 66
- 180 -
félagsnauðsynju, og ennfremur elur börn sín upp í því að
vera sjálfum sér og félaginu trú og réttlát við alla. — Slíka
menn óttast æðri stéttir og stjórnarvöld ríkjanna. Því að
þeir vinna í lið með sér alla beztu og réttlátustu menn
þjóðanna, og þeir munu erfa ríkið og völdin.
* *
*
Enginn má ætla að þetta hafi gengið þrautalaust fram.
Eg kann margar sögur, og hefi lesið um ótrúlega elju og
þrautseigju einstakra ágætis-drengja, og ósérplægni þeirra í
baráttu við ótrú, tortrygni, mentunarleysi og skammsýni.
En nú er eigi tími til að fara út í þá sálma.
— — Þið munið nú telja mér skylt, góðir menn, að
benda ykkur á, hvernig þið eigið að afla ykkur þessara
nauðsynja-einkunna og tækja, sem eg lofa svo mjög —
þessarar mentunar, sem styrkt hefir aðra til félagsskapar,
og veitt þeim á þann hátt efnalegan hagnað og menningu.
Þetta er mér líka hægðarleikur, en að sinni hlýt eg að fara
fljótt yfir sögu, og gef ykkur því einungis fáeinar bend-
ingar.
Pá frœðslu, sem þið þarfnist, getið þið aldrei fengið í
blöðunum okkar. F*au hafa nóg með landsmálaþrasið í
heild sinni, eru flest smá, rúmlítil og illa efnum búin, og
verða þó að sinna mörgu, eftir því, sem félagsháttum okk-
ar er fyrirkomið. Þau hafa því lítið aflögu og allra sízt fyr-
ir hugsjónir og málefni, sem fara í bág við stærstu og
sterkustu auglýsendur þeirra.
Skólarnir, eins og þeir eru nú, geta og ekki orðið ykk-
ur að þeim notum, sem ætla mætti, jafnvel þó þið hefðuð
nokkurnveginn tíma til að sækja þá og ókeypis kenslu. Par
má fá nokkurn undirbúning undir almenna þekkingu, en
að öðru leyti eru þar ekki bornar fram aðrar kenningar en
þær, sem núverandi félagsskipun hefir sniðið og studd er
af opinberum aðilum. F*ar má ekkert komast að, sem hefir
breytileg áhrif á það skipulag, er ráðandi stéttir og stjórn-
arvöld þjóðanna styðjast við.
F*að er ekki megnt eitur, sem eg hefi nú borið fram fyr-